Home/Mannauðsmál framtíðarinnar
Stjórnun og leiðtogafærni

Styttri námskeið

Mannauðsmál framtíðarinnar

Mannauðsmál taka örum breytingum þó grunn hugmyndafræði mannauðsstjórnunar breytist lítið. Í námskeiðinu er farið í það hvað er helst að breytast og hvernig mæta á nýjum þörfum og breyttum væntingum. Einnig er farið í mikilvægi þess að endurskoða ferla í mannauðsstjórnun til þess að mæta nýjum áskorunum. 

Staðnám

Námskeið hefst
14. mars 2023 - kl. 09:00
Verð
24.000 kr.
Staða
Skráning hafin

Stutt lýsing

Mannauðsmál taka örum breytingum þó grunn hugmyndafræði mannauðsstjórnunar breytist lítið. Í námskeiðinu er farið í það hvað er helst að breytast og hvernig mæta á nýjum þörfum og breyttum væntingum. Einnig er farið í mikilvægi þess að endurskoða ferla í mannauðsstjórnun til þess að mæta nýjum áskorunum. 

Um námskeiðið

Á námskeiðinu munu þátttakendur öðlast færni í að bregðast við þeim áskorunum er bíða samhliða þeirri gerjun sem er í faginu í dag.

Gert er ráð fyrir virkri þátttöku á námskeiðinu, í umræðum og hugmyndavinnu.  

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að þátttakendur:

  • Hafi aukið skilning sinn á helstu breytingum sem eru að verða á vinnumarkaði og hvernig þær hafa áhrif á vinnustaði
  • Séu betur í stakk búnir til að endurskoða ferla og verklag við mannauðsmál og stjórnun
  • Séu komnir með hagnýtar hugmyndir til að búa sinn vinnustað undir aukna samkeppni á vinnumarkaði framtíðarinnar

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið hentar öllum þeim sem starfa við mannauðsmál og almenna stjórnun, eða hafa áhuga á að starfa við stjórnun og mannauðsmál, og vilja búa sína vinnustaði betur undir breytta framtíð á vinnumarkaði.

Skipulagið

Námskeiðið er kennt í staðarnámi í Opna háskólanum þriðjudaginn 14.mars 2023 kl. 9-12.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.

Verkefnastjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Leiðbeinendur

Herdís Pála Pálsdóttir);

Herdís Pála Pálsdóttir

Reyndur stjórnandi, stjórnunarráðgjafi, stjórnendaþjálfi

Deila námskeiði:

Go to Top