Home/Mannauðsmál, frá ráðningu til starfsloka
Stjórnun og leiðtogafærni

Styttri námskeið

Mannauðsmál, frá ráðningu til starfsloka

Við stjórnun og meðhöndlun mannauðsmála er mikilvægt að kunna vel til verka. Launakostnaður er oft stór hluti rekstrarkostnaðar, mistök í ráðningum og starfsmannavelta er kostnaðarsöm. Góð mönnun og vinnustaðarmenning bætir ímynd vinnustaða sem gerir vinnustöðum betur kleift að laða að og halda í besta vinnuaflið.

Staðnám

Námskeið hefst
9. febrúar 2023 - kl. 09:00
Verð
48.000 kr.
Staða
Skráning hafin

Stutt lýsing

Við stjórnun og meðhöndlun mannauðsmála er mikilvægt að kunna vel til verka. Launakostnaður er oft stór hluti rekstrarkostnaðar, mistök í ráðningum og starfsmannavelta er kostnaðarsöm. Góð mönnun og vinnustaðarmenning bætir ímynd vinnustaða sem gerir vinnustöðum betur kleift að laða að og halda í besta vinnuaflið.

Um námskeiðið

Á námskeiðinu verður á hagnýtan hátt farið yfir mannauðsmálin frá ráðningu til starfsloka og allt þar á milli með áherslu á þau atriði sem skipta mestu máli við stjórnun mannauðs.

Tekið verður mið af því sem vel hefur þótt reynast hingað til,  auk þess verða þessi atriði einnig skoðuð út frá nýjustu stefnum mannauðsstjórnunar og þeim miklu breytingum sem eiga sér stað á vinnumarkaði í dag.

Á námskeiðinu takast þátttakendur á við nokkrar hagnýtar æfingar tengdum algengum verkefnum og áskorunum þeirra sem starfa við mannauðsmál og stjórnun.

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að þátttakendur:

  • Hafi aukið skilning sinn á mikilvægi þess að mannauðsmálum og stjórnun sé vel sinnt
  • Hafi aukið þekkingu sína og færni til að takast á við algengar áskoranir þeirra sem fást við mannaforráð
  • Séu meðvitaðir um þær miklu breytingar sem eru að verða á vinnumarkaði og hvernig þær hafa áhrif á mönnun og stjórnun á vinnustöðum

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið hentar öllum þeim sem starfa við, eða hafa áhuga á að starfa við stjórnun og mannauðsmál

Skipulagið

Námskeiðið er kennt í staðarnámi í Opna háskólanum eftirfarandi daga:

fimmtudaginn 9. febrúar kl. 9-12

fimmtudaginn 16. febrúar kl. 9-12

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.

Verkefnastjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Leiðbeinendur

Herdís Pála Pálsdóttir);

Herdís Pála Pálsdóttir

Reyndur stjórnandi, stjórnunarráðgjafi, stjórnendaþjálfi

Deila námskeiði:

Go to Top