Home/Magnavita námið
Persónuleg þróun

Lengri námslínur

Magnavita námið

Eins árs nám sem er fjárfesting í framtíðinni - samstarf við Magnavita

Námið er ætlað fólki á aldrinum 55 til 75 ára. Í náminu setja nemendur sér stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið, til þess að skipuleggja innihaldsríkt líf og fjölga góðum, spennandi og heilbrigðum æviárum.

Staðnám

Námskeið í gangi
Verð
780.000 kr.

Skráningu lokið / Námskeið uppselt

Stutt lýsing

Eins árs nám sem er fjárfesting í framtíðinni - samstarf við Magnavita

Námið er ætlað fólki á aldrinum 55 til 75 ára. Í náminu setja nemendur sér stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið, til þess að skipuleggja innihaldsríkt líf og fjölga góðum, spennandi og heilbrigðum æviárum.

Um námskeiðið

Námið er STYRKHÆFT hjá flestum stéttarfélögum og er samstarf við Magnavita

Hér finnst upptaka á Kynningarfundi sem haldinn var um námið. 

Þriðja æviskeiðið á að vera uppskerutími í lífinu, besta æviskeiðið þar sem lífsgæða er notið og tíminn nýttur eins vel og mögulegt er. Í náminu setja nemendur sér skýra stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið til þess að skipuleggja innihaldsríkt líf.

Námskeiðin eru tíu, hvert og eitt þeirra er umbreytandi fyrir nemendur. Nálgunin í náminu er jákvæð, spennandi og uppbyggileg, hún er líka heildstæð og byggir á gagnreyndri þekkingu.

Lífsgæði snúast um marga þætti, yfir sumum þeirra höfum við vald og öðrum ekki. Áherslan í náminu verður á andlega og líkamlega hreysti, félagsleg tengsl, gleði og virkni.

 • Í náminu eru tíu námskeið og er hvert þeirra þrír dagar
 • Kennt verður í Háskólanum í Reykjavík einn dag í viku, á þriðjudögum kl. 9:15 - 15:00
 • Þjónustustigið er hátt
 • Námið hefst á heilsu-, þol- og styrktarmati nemenda, þ.e. stöðupróf í janúar
 • Í lok náms verður aftur mat á heilsu, þoli og styrk nemenda, þ.e. endurmat í desember
 • Mikið er um hópavinnu í náminu sem einnig er einstaklingsmiðað
 • Námið byggir á rannsóknum og gagnreyndri þekkingu
 • Valdir sérfræðingar verða gestafyrirlesarar í náminu
 • Nemendur setja sér stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið 
 • Lokaverkefni eru unnin í hópum og skilað í byrjun desember, útskrift verður 12. des. 2023
 • Aðgangur verður að námsneti Opna háskólans í HR
 • Hámarks fjöldi nemenda miðast við 40

Námskeiðin á vorönn 2023:

 • Tilgangur lífsins
 • Heimspeki og hamingja
 • Að fjölga heilbrigðum æviárum
 • Störf, nýsköpun og fjármál
 • Hreyfing og líkamleg heilsa

Námskeiðslýsingar á Vorönn 2023

Námskeiðin á haustönn 2023

 • Félagsleg tengsl og tengslanet
 • Áhugamál og húmor
 • Menning, listir og skrif
 • Kortleggjum 3ja æviskeiðið
 • Samantekt og kynning lokaverkefna

Námskeiðslýsingar á Haustönn 2023 

Hér er hægt að lesa nánari lýsingar á námskeiðunum á síðu Magnavita. 

Hvers vegna ætti ég að fara í svona nám?

Til að...

 • Fjárfesta í eigin framtíð og skipuleggja innihaldsríkt líf
 • Læra leiðir til að fjölga góðum, spennandi og heilbrigðum æviárum
 • Styrkja tengslanet og eignast nýja vini
 • Auðga lífið með þekkingu, virkni, gleði og tækifærum
 • Efla hreysti og auka líkamlegan og andlegan styrk
 • Þekkja niðurstöður rannsókna og kynnast áskorunum þriðja æviskeiðsins
 • Njóta leiðsagnar fyrirmyndarkennara
 • Setja stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið

Fyrir hverja er námskeiðið

Námið er ætlað fólki á aldrinum 55 til 75 ára.

Þetta nám getur nýst fyrirtækjum og stofnunum mjög vel til að styðja starfsfólk sem nálgast hefðbundin starfslok við að undirbúa þá stóru umbreytingu.

Skipulagið

Í Magnavita náminu eru 10 þriggja daga námskeið. Kennt verður einn dag í viku, á þriðjudögum kl. 9:15 – 15:00

Námið er tvær annir: 

 • Vorönn, frá 10. janúar til 25. apríl, frí verður 11. apríl
 • Haustönn, frá 5. september til 12. desember, sem er útskriftardagurinn

Mælt er með því að nemendur mæti í staðarnámið og hvatt er til þess. Sveigjanleiki er þó innbyggður og skólinn er tæknilega undir það búinn að nemendur geti fylgst með og tekið þátt í kennslu, þó þeir geti ekki alltaf mætt.  

Hagnýtar upplýsingar

Innifalið í verði

Innifalið er stöðutaka á heilsu, þoli og styrk í upphafi náms og í lok þess.
Einnig er boðið upp á mat í hádeginu, morgunhressingu og hollustu yfir daginn.

Magnavita námið er STYRKHÆFT. 
Hikið ekki við að hafa samband við verkefnastjóra til að fá aðstoð og upplýsingar um slíka styrki. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.

Verð

780.000 kr

Verkefnastjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Leiðbeinendur

Dr. Haukur Ingi Jónasson);

Dr. Haukur Ingi Jónasson

Guðfræðingur, sálgreinir og rithöfundur

Gauti Grétarsson);

Gauti Grétarsson

Löggiltur sjúkraþjálfari B.Sc., MTc

Benedikt Olgeirsson);

Benedikt Olgeirsson

Verkfræðingur, MSc

Sigríður Olgeirsdóttir);

Sigríður Olgeirsdóttir

Kerfisfræðingur, MBA og AMP

Lukka Pálsdóttir);

Lukka Pálsdóttir

Stofnandi Greenfit

Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir);

Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir

Dr. í atferlisfræði með áherslu á stjórnun

Deila námskeiði:

Go to Top