Rekstur|Lengri námskeið

Vörustjórnun

Stjórnun aðfangakeðjunnar

Námið tekur á öllum þeim ólíku atriðum og breiðu sviði verkefna sem þarf til að skipuleggja og stýra flæði aðfanga til og frá framleiðslu og áfram dreifingar til viðskiptavina á sem hagkvæmastan hátt. Námið byggir á fræðilegum grunni með áherslu á sem bestri hagnýtingu fyrir þátttakendur.

 

 • Næsta námskeið

  20. október 2020
  kl. 12.30 - 16.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  30 klst

 • Umsóknar­frestur

  9. október 2020

 • Verð

  330.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námið

Vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar (e. logistics and supply chain management) lýsir meðal annars öllum þeim ólíku en samþættu aðgerðum sem þarf til að flytja og meðhöndla aðföng frá upprunastað til loka áfangastaðar með það að markmiði að mæta þörfum viðskiptavina sem best.

Á námskeiðunum er fjallað um hvernig fyrirtæki geta skipulagt aðfangakeðjuna sína í heild svo að hún sé ekki bara hagkvæm, heldur styðji við markaðsstefnu fyrirtækisins. Farið verður yfir aðferðir til að lækka birgða- og flutningskostnað samhliða því að bæta þjónustu við viðskiptavini, meðal annars með því að auka skilvirkni í áætlanagerð, flutningum, framleiðslu og innkaup á vörum og þjónustu.

Námskeiðin eru byggð á fræðilegum grunni en mikil áhersla er lögð á að þau séu hagnýt og að þau nýtist þátttakendum í starfi. Námið er skipulagt og unnið í samstarfi við AGR Dynamics.

Meðal þess sem fjallað er um:

 • Inngangur að vörustjórnun
 • Eftirspurn, söluspár og áætlanir
 • Innkaupa- og birgðastýring
 • Framleiðslustýring og stefnumótandi innkaup

Fyrir hverja er námslínan?

Námið er fyrir fólk úr atvinnulífinu sem hefur áhuga á eða vinnur við vörustjórnun og vill bæta við sig hagnýtri og faglegri þekkingu.

Kennsla

Um kennslu í námslínunni sjá fjórir sérfræðingar sem hafa umfangsmikla þekkingu á aðfangakeðjustjórnun, bæði praktíska sem og í fræðilegum skilningi.

Kennsluaðferðir

Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, hópa- og verkefnavinnu þátttakenda.

Skipulag námsins

Námslínan er alls 30 klukkustundir. Kennsla fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 12.30 til 16.00 með undantekningu síðasta tímann sem fer fram föstudaginn 13. nóvember frá kl. 14.00 til 16.00.

Kennsla fer fram á eftirfarandi dögum:

 • Þriðjudagur 20.10.2020. Inngangur að vörustjórnun kl. 12:30-16:00.
 • Fimmtudagur 22.10.2020. Inngangur að vörustjórnun kl. 12:30-16:00.
 • Þriðjudagur 27.10.2020. Eftirspurn, söluspár og áætlanir kl. 12:30-16:00.
 • Fimmtudagur 29.10.2020. Eftirspurn, söluspár og áætlanir kl. 12:30-16:00.
 • Þriðjudagur 3.11.2020. Innkaupa- og birgðastýring kl. 12:30-16:00.
 • Fimmtudagur 5.11.2020. Innkaupa- og birgðastýring kl. 12:30-16:00.
 • Þriðjudagur 10.11.2020. Framleiðslustýring og stefnumótandi innkaup kl. 12:30-16:00.
 • Fimmtudagur 12.11.2020. Framleiðslustýring og stefnumótandi innkaup kl. 12:30-16:00.
 • Föstudagur 13.11.2020. Samantekt, verkefnavinna og útskrift kl. 14:00-16:00.

Hagnýtar upplýsingar

 • Nemendur fá kaffihressingu þá daga sem kennt er.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Lotur

Lota 1/4

Inngangur að vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar

2 x 3,5 klst

Á þessu námskeiði verður farið yfir grunnhugmyndir og hugtök sem tengjast vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar (e. logistics and supply chain management).

Kynntar verða mismunandi stefnur varðandi öflun aðfanga ásamt mikilvægi þess að fyrirtæki skilgreini stefnu í aðfangakeðjunni í heild. Einnig verður rætt um aðfangakeðjur framtíðarinnar, alþjóðavæðinguna og áhættustjórnun.

Farið verður yfir þá þætti sem einkenna aðfangakeðjur og hvernig hægt er að nota ferlagreiningu til þess að öðlast yfirsýn og bæta vöruflæðið. Skoðað verður sérstaklega hvernig sveiflur í eftirspurn geta haft áhrif aðfangakeðjuna og leiðir kynntar sem minnka áhrifin upp keðjuna.

Að lokum verða skoðaðar aðferðir til þess að hanna rétta aðfangakeðju með tilliti til aðstæðna og þeirra umhverfisþátta sem verka á mismunandi hlekki aðfangakeðjunnar.

Leiðbeinandi: Daði Rúnar Jónsson.

Lota 2/4

Eftirspurn og söluspár

2 x 3,5 klst

Á þessu námskeiði verður farið yfir mismunandi einkenni eftirspurnar, spáeiginleika vara og mismunandi spáaðferðir.

Sérstök áhersla verður lögð á tölfræðilegar spáaðferðir og farið yfir kosti þeirra og galla. Farið verður í eiginleika og útreikninga mismunandi tölfræðilegra spálíkana. Auk þess sem áhrif söluherferða á eftirspurn verða skoðuð sérstaklega.

Einnig verður lögð áhersla á áætlanagerð, þá sérstaklega söluáætlanir og tengingu þeirra við innkaupa- og framleiðslustýringu.

Að lokum munum við skoða hvernig hægt er að nota Machine learning (vélrænn lærdómur) til að spá fyrir um kauphegðun neytenda, auka sölu og bæta þjónustu við viðskiptavini.

Leiðbeinandi: Einar Karl Þorhallsson.
Gestakennari: Helena Ólafsdóttir, AGR Dynamics

Lota 3/4

Innkaupa- og birgðastýring

2 x 3,5 klst

Á þessu námskeiði verður farið í bæði fræðilegar og hagnýtar aðferðir til þess að ákvarða innkaupamagn í innkaupapöntunum.

Skoðað verður mikilvægi upplýsinga til þess að auka skilvirkni í pantanaferlinu, lækka birgðir og mæta þjónustustigsmarkmiðum. Einnig verða skoðaðar aðferðir og tól til þess að skipuleggja og stýra birgðum með það að markmiði að lágmarka kostnað og hámarka sölu/framlegð.

Farið verður yfir mikilvægisflokkun vara, einnig þekkt sem ABC greining, og hvernig hún nýtist við birgðastýringu. Að lokum förum við yfir árangursmælikvarða.

Leiðbeinandi: Elva Sif Ingólfsdóttir

Lota 4/4

Framleiðslustýring og stefnumótandi innkaup

2 x 3,5 klst

Framleiðslustýring: Á námskeiðinu verður farið í fræðilegar og hagnýtar aðferðir til þess að stýra framleiðslu. EOQ líkanið verður kynnt til sögunnar og birgðahaldskostnaður reiknaður. Markmið framleiðslustýringar er að afhenda viðskiptavininum rétta vöru á tilsettum tíma á sem hagkvæmastan hátt. Þannig tengist greinin bæði gæðastjórnun og straumlínustjórnun, og verður fjallað um aðferðir og hugtök á borð við TOC, Kaizen, sóun, problem based solving og forecasting

Leiðbeinandi: Björgvin Víkingsson

 

Stefnumótandi innkaup: Á þessu námskeiði verða skoðaðar leiðir til að bæta stefnumótandi innkaup.

Farið verður yfir innkaupaferlið og þá þætti sem þarf að skoða í stefnumótandi innkaupum. Einnig verður farið yfir mismunandi stefnur í innkaupum.

Vöruflokkastjórnun (e. category management) verður skoðuð sérstaklega en þar er áhersla lögð á að hámarka virði vöruflokka. Auk þess verða skoðaðar mismunandi aðferðir til að áætla og lækka kostnað fyrirtækja og stofnana í innkaupum.

Farið verður yfir lykilatriði birgjasamstarfs og hvernig má byggja það upp. Auk þess sem kynntar verðar aðferðir til að velja lykilbirgja og hvernig má mæla og meta þeirra frammistöðu.

Leiðbeinandi: Björgvin Víkingsson

 

 

Hér koma leiðbeinendur

 

 

Leiðbeinendur

Daði Rúnar Jónsson

Ráðgjafi í innkaupum- og birgðastjórnun hjá AGR Dynamics

Einar Karl Þórhallsson

Rekstrarstjóri og ráðgjafi hjá AGR Dynamics

Elva Sif Ingólfsdóttir

Ráðgjafi í aðfangakeðjustjórnun hjá AGR Dynamics

Björgvin Víkingsson

Head of Supply Chain Management hjá Aasted í Danmörku


Fleiri námskeið

Ferla- og gæðastjórnun

 • Hefst: 17. september
 • Lengd: 28 klst.
 • Verð: 252.000
 • Lengri námskeið
 • |
 • Skráning hafin

Fjármál og rekstur fyrirtækja

 • Hefst: 7. október 2020
 • Lengd: 28 klst
 • Verð: 264.000 kr.
 • Lengri námskeið
 • |
 • Skráning hafin