Tækni|Lengri námskeið

Vinnsla og greining gagna

Data Analytics

Á tímum gagnagnóttar (Big Data) veitir þekking á nýtingu gagna samkeppnisforskot.

 • Næsta námskeið

  Haust 2022
  Kl. 9:00 - 15:00

 • Staða

  Væntanlegt

 • Lengd

  126 klst.

 • Verð

  535.000 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námið

Góður árangur í rekstri byggir í auknum mæli á greiningu gagna til stuðnings ákvörðunartöku. Með þessu yfirgripsmikla námi öðlast þátttakendur þekkingu í að nálgast gögn og vinna með þau, undirstöðuatriði forritunar og verkefnastjórnun, þeir fá þjálfun í greiningu með mismunandi verkfærum og læra aðferðir við að setja gögnin fram á skýran og aðgengilegan hátt.

Meðal þess sem kennt er:

 • Aðferðafræði verkefnastjórnunar.
 • Helstu atriði við notkun á SQL gagnagrunni.
 • Gerð spálíkana og greining félagslegra neta (e. social network analysis) með sjálfvirkri tölvugreiningu.
 • Möguleikar Power BI frá Microsoft
 • Algengustu aðgerðir tölfræðiúrvinnslu í R
 • Helstu þættir vöruhúsa gagna
 • Hvernig á að velja viðskiptagreindarkerfi
 • OLAP/BI tengingar og mælaborð í Excel
 • Grunnatriði forritunar í Python 


  Oddur Finnson, Digital Marketing hjá Icelandair.

Um verðmæti gagna

Í allri starfsemi verða til gögn sem hægt er að nýta. Gögnin geta hjálpað starfsfólki að sjá ný tækifæri, taka betri ákvarðanir og þróa nýja vöru og þjónustu eða bæta það sem framleitt er nú þegar. Kunnátta á helstu aðferðum við að greina gögnin, lesa úr þeim og setja þau fram, er því nauðsynleg í atvinnulífinu í dag og verður enn mikilvægari á komandi árum.

Fyrir hverja er námslínan?

Námið hentar sérfræðingum og stjórnendum sem hafa unnið með gögn í störfum sínum og vilja þjálfa sig og bæta kunnáttuna. 

Kennsla

Um kennslu í námslínunni sjá sex sérfræðingar sem hafa umfangsmikla þekkingu á forritun, upplýsingastjórnun, viðskiptagreind, tölfræði, líkanagerð, verkefnastjórnun og ákvörðunartöku. Kennt verður bæði í staðarnámi og í fjarnámi.

Próf og verkefni

Nemendur þurfa ekki að þreyta próf og þeim er ekki sett fyrir heimavinna. Þau verkefni sem eru sett fyrir eru valkvæð.

Skipulag námsins

Námslínan er 126 klukkustundir. Kennsla hefst í september og lýkur í mars með jólafríi á milli. Kennt er á þriðjudögum frá kl. 9:00 til 15:00.

(birt með fyrirvara um breytingar)

Haustönn 2021

Hefst 28. september og lýkur 30. nóvember.

Vorönn 2022

Hefst 18. janúar og lýkur 29. mars.

Haustönn

Lotur

Lota 1/6

Viðskiptagreindarkerfi - val kerfa

28. september 2021

Business Intelligence og Business Analytics, sem á íslensku nefnist viðskiptagreindarkerfi - val kerfa, á við vélbúnað, hugbúnað og aðferðafræði til greiningar á gögnum til stuðnings ákvarðanatöku.

Námskeiðið kynnir ýmis hugtök, verkfæri og aðferðafræði sem tengjast viðskiptagreind.

 • Yfirlit yfir helstu hugök eins og viðskiptagreind, big data, greiningar, gagnasöfn og gagnagrunna.
 • Upphaf og núverandi stöðu viðskiptagreindar, sem og hvert stefnir.
 • Yfirlit yfir helstu hugbúnaðartegundir og markaðinn fyrir viðskiptagreind. 
 • Aðferðafræði og verkfæri við val og innleiðingu á viðskiptagreindarkerfum.

Fyrirlestrar, umræður og lausn á verkefnum.

Kennari: Jón Bjarki Gunnarsson

Lota 2/6

Pivot töflur og gröf - Excel 2

5. október 2021

Námskeiðið er fyrir þá sem notað hafa Excel en vilja færa kunnáttuna á næsta stig. Eins hentar það vel fyrir þá sem vilja ná meiru út úr OLAP / BI teningunum sínum. 

Námskeiðið er tvískipt: 

Fyrri hlutinn snýst um að greina töluleg gögn í pivot-töflum. Farið verður ítarlega yfir þá möguleika sem þar eru til staðar.

Seinni hlutinn snýst um birtingu gagna á myndrænu formi og yfirferð yfir helstu tegundir grafa og dæmi um hvar og hvenær þau eiga við.

 

Þekkingin er notuð til að búa til mælaborð í Excel.

Námskeiðið byggir á virkri þátttöku nemenda.

Kennari: Grímur Sæmundsson

Lota 3/6

Vöruhús gagna

12. október 2021

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu þætti vöruhúsa gagna og þær aðferðir sem hægt er að beita við undirbúning, uppbyggingu og rekstur þeirra svo sem:

 • Gagnalíkön
 • Samþættingu
 • Gagnaöryggi
 • Gæði gagna
 • Stjórnun stofngagna
 • Gagnamarkaðir
 • OLAP o.fl.

Námskeiðið hentar sérstaklega upplýsingatæknistjórum, framkvæmdastjórum rekstrar- og tæknisviða, deildar-, verkefna-, vöru-, og þjónustustjórum, greinendum og öðrum sem eiga sitt starf undir skilvirkri upplýsingatækniþjónustu.

Kennari: Grímur Sæmundsson

Lota 4/6

Verkefnastjórnun

19. og 26. október 2021

Verkefni eru orðin stór hluti af daglegri vinnu flestra nútíma fyrirtækja og stofnanna. Val á réttum verkefnum og stjórnun þeirra er því mikilvæg þekking fyrir millistjórnendur og stjórnendur.

Markmið námskeiðsins er að kenna aðferðafræði verkefnisstjórnunar og byggist á fyrirlestrum sem fjalla m.a. um:

 • Hvert er hlutverk og áskoranir verkefnastjórans.
 • Val og forgangsröðun verkefna
 • Upphaf verkefnis, skilgreining og skipulag
 • Stjórnun verkefna
 • Lúkning verkefna

Þá verða ýmis tæki og tól kynnt.

Stefnt er að því að nemendur:

 • Skilji hlutverk verkefna og verkefnisstjórnunar í nútíma rekstarumhverfi
 • Skilji samband tíma, umfangs og kostnaðar
 • Geti forgangsraðað verkefnum
 • Geti undirbúið og afmarkað verkefni

Kennari: Sveinbjörn Jónsson

Lota 5/6

Power BI - skýrslur og mæliborð

2., 9. og 16. nóvember 2021

Power BI frá Microsoft hentar vel til að búa til gagnvirkar skýrslur og mælaborð og dreifa til notenda en Power BI bíður líka upp á gagnamótun og gerð greiningarteninga. Á þessu námskeiði verður farið í alla kerfishluta Power BI og möguleikar lausnarinnar kannaðir til hlítar.

Power BI – Framsetning og dreifing
Fyrsta daginn förum við í hönnun og gerð gagnvirkra skýrsla og mælaborða í Power BI Desktop en við förum líka yfir þá möguleika sem skýjalausnin býður uppá til að birta og greina gögn og dreifa skýrslum.

Við könnum margvíslegar aðferðir til að setja fram gögn á myndrænan hátt en námskeiðið nýtist öllum þeim sem vilja setja fram gögn með myndrænum hætti með nútímalegum aðferðum.

Námskeiðið byggir á virkri þátttöku nemenda og er mikilvægt að allir mæti með Power BI desktop uppsett en það má nálgast hér án endurgjalds.

Power BI – Greiningarmódel og DAX forritun
Dagur tvö snýst um teningagerð og einfalda DAX forritun í Power BI. Það verður farið yfir innlestur á ýmiskonar gögnum, hvernig maður tengir saman margskonar gagnatöflur. Síðan snúum við okkur að DAX forritun og lærum að forrita okkar eigin mælieiningar og greiningarvíddir. Við lærum á töfluföll, dagsetningaföll, strengjaföll, CALCULATE() og ýmislegt fleira.

Námskeiðið byggir á virkri þátttöku nemenda og er mikilvægt að allir mæti með nýjustu útgáfu af Power BI desktop og DAX Studio uppsett en þau má nálgast hér og hér án endurgjalds.

Power BI – Gagnamótun
Power Query er bæði til sem ókeypis viðbót í Excel (Get and transform) og hluti af Power BI desktop. Power Query frá Microsoft er tól sem umbreytir hráum gögnum í greinanleg gögn. Power Query er auðvelt í notkun, hraðvirkt og getur tengst næstum hvaða gagnalind sem er.

Power Query sér um hreinsun, samþættingu og samtengingu gagna. Með Power Query gefst kostur á að vista og endurnýta fyrirspurnir og verkferla sem oft eru keyrðir.

Námskeiðið byggir á virkri þátttöku nemenda og nýtist öllum þeim sem vinna með tölugögn.

Að námskeiði loknu hafa þátttakendur aflað sér þekkingar á ýmsum útbreiddum gagnalindum og algengum aðferðum við móta gögn og gera þau greiningarhæf.

Þetta námskeið leysir af hólmi námskeið sem hét Gagnamótun með Microsoft verkfærum.

Námskeiðið byggir á virkri þátttöku nemenda og er mikilvægt að allir mæti með Power BI desktop uppsett en það má nálgast hér án endurgjalds.

Kennari: Grímur Sæmundsson

Lota 6/6

Að breyta gögnum í verðmætar upplýsingar

23. og 30. nóvember 2021

Mikil verðmæti eru oft falin í þeim gögnum sem fyrirtæki hafa yfir að ráða um hegðunarmynstur viðskiptavina sinna. Þegar um mikið gagnamagn er að ræða getur hinsvegar reynst bæði flókið og tímafrekt verk að greina gögnin eftir hefðbundnum leiðum til að vinna úr þeim gagnlegar upplýsingar.

Markmiðið með þessu námskeiði er að kynna þátttakendum ýmiskonar aðferðir, tól og tæki til sjálfvirkrar tölvugreiningar á gögnum (e. data mining), og verður útskýrt hvernig slíkar aðferðir nýtast til að finna gagnleg mynstur í gögnum sem svo aftur nýtast til bættrar ákvörðunartöku.

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að skilja helstu undirstöðuatriði sjálfvirkrar gagnagreiningar og vera færir um að nota opinn hugbúnað til að framkvæma slíkar greiningar, m.a. til að:

 • búa til spálíkön út frá sögulegum gögnum (e. classification).
 • greina hegðun neytenda/ notenda, t.d. með tilliti til hvaða vörur eru keyptar saman (e. affinity analysis).
 • greina hópa og mynstur í félagslegum netum (e. social network analysis).

Kennari: Yngvi Björnsson

Vorönn

Lotur

Lota 1/3

R tölfræðiúrvinnsla

18., 25. janúar og 1. febrúar 2022

Á námskeiðinu munu nemendur kynnast helstu kostum og sérstöðu R í samanburði við önnur þekkt forrit eins og Matlab, Excel, SAS og SPSS. Unnið verður í ritlinum RStudio og í honum munu nemendur lesa inn og meðhöndla gögn fyrir frekari tölfræðilega úrvinnslu ásamt því að setja upp skýrslur. Nemendur munu vinna gröf og töflur úr gögnunum og smíða einföld líkön. Að auki geta nemendur óskað eftir umfjöllun um ályktunartölfræði í R (tilgátupróf og öryggisbil), meðhöndlun tímaraða eða annað efni sem áhugi er fyrir.

Mikil áhersla er lögð á að tryggja að nemendur öðlist færni í beitingu þeirra aðferða sem kynntar eru. Ætlast er til þess að nemendur mæti með fartölvu í námskeiðið og munu þeir framkvæma tölfræðiúrvinnslu og skrifa eigin forrit jafnóðum og námsefnið er kynnt.

Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að vera færir um að skrifa einföld forrit og framkvæma algengustu gerðir tölfræðiúrvinnslu í R.

Þetta meginviðmið má brjóta niður í eftirfarandi undirviðmið:

 • Innlestur gagna og gagnameðhöndlun í R.
 • Myndræn framsetning og töflugerð í R.
 • Skýrslugerð í RStudio.
 • Grunnþekking á líkanagerð.


Kennarar: Anna Helga Jónsdóttir

Lota 2/3

SQL gagnagrunnur

8., 15., 22. febrúar og 1. mars 2022

Farið er yfir helstu atriðin við notkun á SQL gagnagrunni. Kennt verður að búa til töflur og view. Farið verður yfir fyrirspurnir og uppfærslur á gögnum. Aðaláhersla verður á fyrirspurnir.

Meðal annars verður farið yfir eftirfarandi atriði:

 • Hvernig sækja á gögn bæði úr einni töflu og eins hvernig töflur eru tengdar saman í fyrirspurnum
 • Samantektar fyrirspurnir
 • Hlutfyrirspurnir
 • Hvernig á að bæta við gögnum, uppfæra og eyða
 • Farið í gegnum gagnatög sem Oracle býður upp á Hvernig búa á til töflur og view
 • Farið yfir læsingar

 

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi einhverja reynslu af því að vinna með gögn í tölvu, en ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu í SQL.

Kennari: Anna Sigríður Islind

Lota 3/3

Forritun

8., 15., 22. og 29. mars 2022

Notast verður við forritunarmálið Python til að kenna grunnatriði forritunar.

Meðal annars verður farið yfir eftirfarandi atriði:

 • Uppsetning Python þróunarumhverfisins
 • Grunnatriði forritunar, þ.m.t. inntak/úttak, breytur, stýriskipanir og föll;
 • Grunngagnatög í Python, sér í lagi listar og færslur.
 • Gagnavinnsla í Python, þ.m.t. skráarvinnsla og tenging við gagnasöfn.

 

Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi fyrri reynslu af forritun.

Kennari: Yngvi Björnsson

 

Hagnýtar upplýsingar

 

 • Nemendur fá létta morgunhressingu og hádegismat þá daga sem kennt er.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

  

 

Leiðbeinendur

Anna Helga Jónsdóttir

Dósent í tölfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands

Grímur Sæmundsson

BI Ráðgjafi

Jón Bjarki Gunnarsson

Business Intelligence Manager hjá Marel

Sveinbjörn Jónsson

Samræmingarstjóri hjá Isavia.

Yngvi Björnsson

Prófessor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) og meðstjórnandi Gervigreindarseturs HR


Fleiri námskeið

Ferla- og gæðastjórnun

 • Hefst:
 • Lengd: 28 klst.
 • Verð: 264.000
 • Lengri námskeið
 • |
 • Væntanlegt

Fjármál og rekstur fyrirtækja

 • Hefst: 2. mars 2022
 • Lengd: 28 klst
 • Verð: 274.000 kr.
 • Lengri námskeið
 • |
 • Skráning hafin