Rekstur|Lengri námskeið

Viðurkenndir bókarar

Undirbúningsnám á háskólastigi

Undirbúningur fyrir próf á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til viðurkenningar bókara. Hægt er að velja á milli staðarnáms eða fjarnáms.

 • Næsta námskeið

  Ágúst 2020

 • Staða

  Væntanlegt

 • Lengd

  132 klst.

 • Verð

  230.000 kr.

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Um námið

Þessi námslína er hönnuð sem undirbúningur fyrir próf til viðurkenningar bókara. Hægt er að velja um að ljúka henni í staðarnámi eða fjarnámi. Í upphafi náms er nemendum boðið að sækja undirbúningsnámskeið í Excel og stutt námskeið í náms- og próftækni.

Meðal þess sem er kennt:

 • Reikningshald
 • Framtalsgerð
 • Excel dæmatímar og upprifjun
 • Skattskil
 • Upplýsingakerfi

Viðurkenndir bókarar

Lögum samkvæmt geta aðeins þeir einir notað starfsheitið viðurkenndur bókari sem eru á skrá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Meðal annarra skilyrða fyrir því að komast á skrá ráðuneytisins er að hafa staðist próf til viðurkenningar bókara sem ráðuneytið hefur umsjón með.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námið er einkum ætlað starfsfólki bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og sjálfstætt starfandi bókurum. Mælt er með því að umsækjendur hafi unnið við bókhald í a.m.k. 2-3 ár og hafi á þeim tíma sinnt margvíslegum og krefjandi bókhaldsstörfum.

Kennsla

Leiðbeinendur með mikla reynslu

Kennararnir búa yfir margra ára reynslu af prófagerð og undirbúningi nemenda til viðurkenningar bókara. Þeir þekkja námsferlið afar vel sem gerir þeim kleift að koma því einstaklega vel til skila. Þeir eru starfandi sérfræðingar á sviði bókhalds og endurskoðunar og miðla af þekkingu sinni og reynslu með raunhæfum dæmum úr íslensku atvinnulífi.

Hagnýtar upplýsingar

Námið er 132 klst. og stendur nemendum til boða bæði í staðarnámi og fjarnámi. Kennt er tvisvar til þrisvar í viku kl. 17-21. Námið hefst í ágúst og lýkur í desember.

Í upphafi náms er nemendum boðið að sækja undirbúningsnámskeið í Excel og stutt námskeið í náms- og próftækni. Tvær staðarlotur eru haldnar yfir námstímann fyrir fjarnema, í september og nóvember.

Fyrirlestrar og dæmatímar

Kennsla fer fram í fyrirlestraformi og í dæmatímum þar sem farið er í verklegar æfingar í Excel.

Upptökur úr tímum

Upptökur af fyrirlestrum eru birtar á vefnum daginn eftir að fyrirlestrar fara fram og bjóða upp á sveigjanleika fyrir nemendur.

Reikningshald og skattskil og upplýsingarkerfi

Námslínan skiptist í tvö námskeið: 

 • Reikningshald: Markmið námskeiðsins er að dýpka skilning nemenda á meginreglum reikningshalds og því lagaumhverfi sem bókhald og reikningsskil eru byggð á. Mikil áhersla er lögð á notkun Excel.

 • Skattskil og upplýsingakerfi: Námskeiðið veitir nemendum almenna innsýn í skattalög og reglur varðandi skattlagningu fyrirtækja og einstaklinga. Lögð er áhersla á að bæta þekkingu nemenda á upplýsingaskyldu og verklagi varðandi virðisaukaskatt og aðra vörsluskatta. Einnig verður farið yfir grunnatriði innra eftirlits og öryggis í upplýsingakerfum.

Kennsluáætlanir 2019

Inntökuskilyrði

Nemendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi, sambærileg menntun og hafa haldbæra reynsla af vinnumarkaði. Þeir sem lokið hafa háskólaprófi njóta forgangs í námið.

Góð reynsla og þekking á Excel, bókhaldi, reikningshaldi og skattalegum atriðum er nauðsynleg.

Þeir sem eru ekki vissir um getu sína í einhverju fyrrgreindra eiga þess kost að sitja námskeiðið Bókhald - grunnur að vori. Seta í því námskeiði tryggir þó ekki inngöngu í undirbúningsnám til viðurkenningar bókara.

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með umsókn:

 • Staðfest afrit prófskírteina verða að fylgja umsókn svo að hún sé tekin gild.
 • Meðmælabréf (kostur en ekki skylda).
 • Ferilskrá (kostur en ekki skylda).

Fylgigögnum umsókna er hægt að skila rafrænt með umsókn. Ef umsækjandi hefur fleira en eitt fylgiskjal sem hann/hún vill skila inn skal sameina þau í eitt skjal áður en þau eru send með umsókn.

Hagnýtar upplýsingar

Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hafi með sér tölvu í staðarlotur í Excel-hluta námsins.  

 • Innifalið í verði eru námskeiðsgögn, undirbúningsnámskeið í Excel og náms- og próftækninámskeið. 
 • Vinsamlegast athugið að próf til viðurkenningar bókara eru á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og því eru prófgjöld ekki innifalin í námskeiðsgjöldum.
 • Fræðslusetrið Starfsmennt kostar nám félagsmanna aðildarfélaga innan BSRB.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Próf til viðurkenningar bókara

Prófin eru auglýst á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

Öllum er heimilt að skrá sig til prófs til viðurkenningar bókara. Þó ber að athuga að sá sem óskar að fá viðurkenningu sem bókari skal uppfylla skilyrði í 2. mgr. 43. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald, þ.e. að:

 • Vera búsettur hér á landi. Skilyrðið um búsetu á þó ekki við um ríkisborgara annarra aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyinga.
 • Vera lögráða og hafa forræði á búi sínu.
 • Hafa staðist próf skv. 3. mgr. 43. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald.

Upplýsingar um skráningu í próf er á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Lúðvík Þráinsson

Löggiltur endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte ehf.

Páll Jóhannesson

Lögmaður hjá SKR lögfræðiþjónustu

Þórunn Ólafsdóttir

Lögmaður hjá SKR lögfræðiþjónustu

Páll Daði Ásgeirsson

Löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte

Guðmundur Ingólfsson

Löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte

Davíð Halldórsson

Partner hjá KPMG


Fleiri námskeið

Nýtt

Ferla- og gæðastjórnun

 • Hefst: September 2020
 • Lengd: 28 klst.
 • Lengri námskeið

Fjármál og rekstur fyrirtækja

 • Hefst: 1. október 2019
 • Lengd: 28 klst
 • Verð: 240.000 kr.
 • Lengri námskeið
 • |
 • Skráning hafin