Verðbréfaviðskipti III
Þriðji hluti: Fjármagnsmarkaður
Undirbúningur fyrir próf í verðbréfaviðskiptum.
-
Næsta námskeið
6. febrúar 2019
Kl. 16:00 - 18:00/20:00 -
Staða
Skráning hafin
-
Lengd
72 klst.
-
Verð
165.000 kr.

Verkefnastjóri
Um námið
Sérfræðingar og stjórnendur sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga verða lögum samkvæmt að hafa staðist próf í verðbréfaviðskiptum. Þetta þýðir að þeir þurfa meðal annars að kynna sér grundvallaratriði varðandi fjármagnsmarkað.
Meðal þess sem kennt er:
- Lög og reglur á fjármagnsmarkaði.
- Markaðsviðskipti.
- Tegundir verðbréfa.
- Samval verðbréfa og verðbréfasöfn.
- Fjárvarsla.
- Ráðgjöf.
- Uppfletting í íslenskum réttarheimildum um fjármagnsmarkaðinn og túlkun og heimfærsla upp á raunhæf tilvik.
Undirbúningsnámskeið Opna háskólans í HR
Þetta námskeið er eitt af þremur námskeiðum sem eru í boði við Opna háskólann í HR sem búa þátttakendur undir próf í verðbréfaviðskiptum. Það er mismunandi eftir hverjum og einum hversu mörg undirbúningsnámskeið þarf að taka.
Önnur undirbúningsnámskeið
Próf í verðbréfaviðskiptum
Opni háskólinn í HR heldur prófin og sér um skráningu í þau og utanumhald fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Prófin eru haldin í það minnsta einu sinni á ári. Öllum er heimilt að skrá sig til verðbréfaviðskiptaprófs. Vinsamlega athugið að sérstakt gjald er greitt fyrir próftöku sem er ekki innifalið í námskeiðsgjaldi fyrir undirbúningsnámskeiðið.
Frekari upplýsingar
Kennsla
Leiðbeinendur á námskeiðinu hafa allir víðtæka reynslu og þekkingu á fjármagnsmarkaði og starfa allir á því sviði.
Kennarar í Verðbréfaviðskiptum III
- Dr. Andri Fannar Bergþórsson, lektor við lagadeild HR
- Loftur Ólafsson, sjóðsstjóri hjá Birtu lífeyrissjóði
- Jóhann Viðar Ívarsson, IFS greining og stundakennari við Opna háskólann í HR
- Páll Ammendrup Ólafsson, TM
- Sigurður Erlingsson, ráðgjafi og fv. forstjóri Íbúðarlánasjóðs
Skipulag námsins
Námið er 60 klst. Það er kennt í fjarnámi með reglulegum staðarlotum.
Sjá skipulag náms 2019
6. febrúar - 20. febrúar
Lög og reglur um fjármagnsmarkaðinn (100%).
20. febrúar 2019 kl. 16-18
Stutt staðarlota í HR: Lög og reglur um fjármagnsmarkaðinn.
2. febrúar - 6. mars
Viðskiptahættir (100%).
6. mars 2019 kl. 16-18
Stutt staðarlota í HR: Viðskiptahættir.
6. mars - 20. mars
Verðbréf, afleiður og gjaldeyrir; Afleiður (20%), hlutabréf (40%), skuldabréf (40%).
20. mars kl. 16-18
Stutt staðarlota í HR: Verðbréf, afleiður og gjaldeyrir.
20. mars - 3. apríl
Fjárfestingarferli: Samval verðbréfa og sjóðastýring (50%), ráðgjöf og skattamál (50%).
3. apríl kl. 16-18
Stutt staðarlota í HR: Fjárfestingarferli.
8. apríl kl. 16-20
Staðarlota í HR: Lög og reglur um fjármagnsmarkað (100%).
9. apríl kl. 16-20
Staðarlota í HR: Viðskiptahættir (100%).
10. apríl kl. 16-20
Staðarlota í HR: Fjárfestingarferli - samval verðbréfa og sjóðastýring (50%), ráðgjöf og skattamál (50%).
11. apríl kl. 16-20
Staðarlota í HR: Verðbréf, afleiður og gjaldeyrir; afleiður (20%), hlutabréf (40%), skuldabréf (40%).
Hagnýtar upplýsingar
- Innifalið í verði eru námskeiðsgögn.
- Prófgjöld eru ekki innifalin í námskeiðsgjaldi.
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.