Verðbréfaviðskipti I
Fyrsti hluti: Lögfræði
Undirbúningur fyrir próf í verðbréfaviðskiptum.
-
Næsta námskeið
Haust 2020
-
Lengd
60 klst.
-
Verð
140.000 kr. - Prófgjöld ekki innifalin
-
Námskeiðsmat
4,3 af 5

Verkefnastjóri
Um námið
Sérfræðingar og stjórnendur sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga verða lögum samkvæmt að hafa staðist próf í verðbréfaviðskiptum. Þetta þýðir að þeir þurfa meðal annars að kynna sér grunnatriði lögfræðinnar og réttarreglur á þeim sviðum sem varða störf á fjármagnsmarkaði.
Denis Cardaklija, vörustjóri hjá Íslandsbanka.
Meðal þess sem kennt er:
- Nokkur grundvallaratriði lögfræðinnar.
- Grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar og megineinkenni stjórnsýslulaga og -reglna.
- Gerð grein fyrir réttarheimildum og aðferðum við skýringar settra lagaákvæða.
- Stutt innsýn í reglur þjóðar-, Evrópu- og EES-réttar.
Undirbúningsnámskeið Opna háskólans í HR
Þetta námskeið er eitt af þremur námskeiðum sem eru í boði við Opna háskólann í HR sem búa þátttakendur undir próf í verðbréfaviðskiptum. Það er mismunandi eftir hverjum og einum hversu mörg undirbúningsnámskeið þarf að taka.
Önnur undirbúningsnámskeið:
Próf í verðbréfaviðskiptum
Opni háskólinn í HR heldur prófin og sér um skráningu í þau og utanumhald fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Prófin eru haldin í það minnsta einu sinni á ári. Öllum er heimilt að skrá sig til verðbréfaviðskiptaprófs.
Vinsamlega athugið að sérstakt gjald er greitt fyrir próftöku sem er ekki innifalið í námskeiðsgjaldi fyrir undirbúningsnámskeiðið.
Dagsetningar og fleiri hagnýtar upplýsingar má nálgast á upplýsingasíðu um próf í verðbréfaviðskiptum:
Frekari upplýsingar
Kennsla
Leiðbeinendur í námskeiðinu hafa undirbúið nemendur fyrir próf í verðbréfaviðskiptum um árabil. Þeir eru starfandi lögmenn og stundakennarar við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Kennarar í Verðbréfaviðskiptum I
- Bjarni Aðalgeirsson, hdl. fulltrúi hjá Juris
- Einar Farestveit, hdl. hjá Lögmönnum Höfðabakka
- Einar Örn Davíðsson, hdl. og sjálfstætt starfandi lögmaður
- Sigurður Guðmundsson, hrl. sjálfstætt starfandi
- Stefán A. Svensson, hrl. eigandi Juris
- Vífill Harðarson, hrl. eigandi Juris
Skipulag námsins
Námið er 60 klst. Það er kennt í fjarnámi með reglulegum staðarlotum.
Sjá skipulag náms
Kennsluáætlun fyrr Verðbréfaviðskipti I* á pdf
18. september kl. 16-19
Íslensk réttarskipun og Evrópuréttur, fræðikerfi lögfræðinnar, ágrip úr réttarfari.
Staðarlota í HR
25. september kl. 16-19
Viðfangsefni úr fjármunarétti, félagaréttur, ábyrgðir.
Staðarlota í HR
9. október kl. 16-19
Viðskiptabréfareglur, veðréttindi, þinglýsingar.
Staðarlota í HR
14. október kl. 16-20
Íslensk réttarskipun og Evrópuréttur, fræðikerfi lögfræðinnar, ágrip úr réttarfari.
Staðarlota í HR
15. október kl. 16-20
Viðfangsefni úr fjármunarétti, félagaréttur, ábyrgðir.
Staðarlota í HR
17. október kl. 16-20
Viðskiptabréfareglur , veðréttindi, þinglýsingar.
Staðarlota í HR
Athugið að kennsluáætlun er birt með fyrirvara um breytingar.
Hagnýtar upplýsingar
- Innifalið í verði eru námskeiðsgögn.
- Prófgjöld eru ekki innifalin í námskeiðsgjaldi.
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.