Viðskipti|Lengri námskeið

Verðbréfaréttindi I

Hluti I - Lögfræði

Undirbúningur fyrir próf í verðbréfaréttinda.

 • Næsta námskeið

  5. október 2022

 • Staða

  Væntanlegt

 • Lengd

  Fjarnám með staðarlotum

 • Verð

  190.000 kr. Prófgjöld ekki innifalin

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námið

Sérfræðingar og stjórnendur sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga verða lögum samkvæmt að hafa staðist próf í verðbréfaviðskiptum. Sama á við um einkaumboðsmenn, framkvæmdastjóra rekstrarfélags, sjóðsstjóra og aðila sem sinna eignastýringu verðbréfasafna lífeyrissjóðs. Prófið nýtist einnig öðrum þeim sem starfa á fjármálamarkaði. Þetta þýðir að þessir aðilar þurfa að kynna sér grundvallarþætti sem varða fjármálamarkaðinn á sviði lögfræði og viðskiptafræði. 

Meðal þess sem kennt er:

 • Lög og reglur á fjármálamarkaði,
 • Almenn siðfræði og tengd löggjöf á fjármálamarkaði,
 • Aðrar greinar á sviði lögfræði að því marki sem þær skipta máli við umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga: 

                        félagaréttur,
                        samninga- og kröfuréttur,
                        gjaldþrotaskipti og sambærileg málsmeðferð,
                        skaðabótaábyrgð vegna fjárfestingarráðgjafar.

 

Þetta námskeið er eitt af tveimur námskeiðum sem eru í boði við Opna háskólann í HR sem búa þátttakendur undir próf í verðbréfaréttindum.

Önnur undirbúningsnámskeið

Próf í verðbréfaréttindum

Opni háskólinn í HR heldur prófin og sér um skráningu í þau og utanumhald fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Prófin eru haldin í það minnsta einu sinni á ári. Öllum er heimilt að skrá sig til verðbréfaréttindaprófs.

Athygli er vakin á því að nýtt fyrirkomulag prófs í verðbréfaviðskiptum hefur tekið gildi frá október 2020. Sjá nánar á Vefsíðu Prófnefndar verðbréfaréttinda

Vinsamlega athugið að sérstakt gjald er greitt fyrir próftöku sem er ekki innifalið í námskeiðsgjaldi fyrir undirbúningsnámskeiðið.

Dagsetningar og fleiri hagnýtar upplýsingar má nálgast á upplýsingasíðu um próf í verðbréfaréttindum:

Kennarar í Verðbréfaréttindum hluta I

 • Dr. Andri Fannar Bergþórsson, lektor við lagadeild HR

 

Sjá skipulag náms 2022

 

*Athugið að kennsluáætlun er birt með fyrirvara um breytingar.

Námskeiðið er byggt upp sem fjarnám með staðarlotum.
Staðarlotur í HR eru á eftirfarandi dögum:

 • 16. nóvember 2022 kl. 16.00 - 18.00.
 • 30. nóvember 2022 kl. 16.00 - 20.00.

 

Hagnýtar upplýsingar

 • Innifalið í verði eru námskeiðsgögn.
 • Prófgjöld eru ekki innifalin í námskeiðsgjaldi.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

 


Fleiri námskeið

Ferla- og gæðastjórnun

 • Hefst: 28. apríl 2022
 • Lengd: 28 klst.
 • Verð: 264.000
 • Áherslur undir lengri námskeið
 • |
 • Skráning hafin

Fjármál og rekstur fyrirtækja

 • Hefst: Haust 2022
 • Lengd: 28 klst
 • Verð: 274.000 kr.
 • Lengri námskeið
 • |
 • Væntanlegt