Stjórnun|Lengri námskeið

Stjórnendur framtíðarinnar

Leiðtogar í lífi og starfi

Námslína fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur eða vilja efla sig í stjórnendahlutverkinu.

 • Næsta námskeið

  Október 2020

 • Staða

  Væntanlegt

 • Lengd

  25 klst.

 • Umsóknar­frestur

  Tilkynnt síðar.

 • Verð

  225.000 kr.

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Um námið

Aukinni ábyrgð fylgja spennandi áskoranir. Stjórnendur þurfa að gera fjárhagsáætlanir, móta stefnu og vita hvað arðsemismat er. Þeir þurfa að geta stjórnað verkefnum og útdeilt þeim og upp geta komið erfið starfsmannamál.

Mikilvægur hluti stjórnendastarfsins er jafnframt að vera góður leiðtogi og þá þarf að þekkja eigin styrkleika, hvar megi gera betur og setja sér markmið. Þessi námslína kennir undirstöðuatriði stjórnunar sem allir nýir stjórnendur þurfa að kunna.

Meðal þess sem kennt er:

 • Grunnatriði frammistöðustjórnunar
 • Fjárhagsáætlanir, stefnumótun og markaðssetning
 • Margar hliðar mannauðsstjórnunar
 • Rekstrarstjórnun
 • Forgangsröðun verkefna
 • Markmiðasetning

Námslínan er samstarf Opna háskólans í HR, kennara í HR og fólks í atvinnulífinu. 

Nýir stjórnendur

Á fyrstu vikum og mánuðum sem stjórnandi má búast við nýjum verkefnum sem mörg hver geta verið krefjandi. Þar að auki verður hlutverk stjórnandans sífellt margþættara - en stjórnun í dag tekur til þátta eins og áætlanagerðar, rekstrarmála og starfsmannamála en jafnframt markaðsmála, samfélagslegrar ábyrgðar og markþjálfunar. Þekking á öllum hliðum nútíma stjórnunar er gott veganesti á vegferð nýrra stjórnenda.

Fyrir hverja er námið?

Námið er fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur eða vilja efla sig í stjórnendahlutverkinu. 

Kennsla

Fjórir kennarar sjá um kennslu í þessari námslínu en þau eru öll reyndir sérfræðingar á ýmsum sviðum stjórnunar; fjármálum, mannauðsmálum, stjórnendamarkþjálfun og stjórnendaráðgjöf.

Raunhæf verkefni

Lögð er áhersla á raunhæf verkefni til þess að tengja námsefnið sem best við þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir í daglegum störfum.

Um skipulag námsins

Námslínan verður kennd eftirfarandi daga:

 • 9. október 2019 kl 13-18
 • 6. nóvember 2019 kl 13-18
 • 20. nóvember 2019 kl 13-18
 • 4. desember 2019 kl 13-18
 • 11. desember 2019 kl 13-18

Námslínan sem er 25 klst. samanstendur af fimm lotum sem hver um sig er fimm klukkustundir að lengd.

Lotur

Lota 1/5

Stjórnun og forysta

9. október 2019, kl 13-18

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:  

 • Hafi betri skilning á grunnþáttum stjórnunar og forystu
 • Þekki einkenni árangursríkra liðsheilda
 • Hafi kynnst grunnatriðum frammistöðustjórnunar 

 

Leiðbeinandi: Ketill Berg Magnússon, MA og MBA, mannauðsstjóri Marel og stundakennari við HR.

Lota 2/5

Verkefna- og tímastjórnun

6. nóvember 2019, kl 13-18

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:  

 • Hafi öðlast betri hæfni í skipulagi og forgangsröðun verkefna
 • Hafi öðlast betri hæfni í útdeilingu verkefna og ábyrgðar
 • Hafi öðlast betri þekkingu á verkefna- og tímastjórnun 

Leiðbeinandi: Lára Óskarsdóttir, PCC stjórnendamarkþjálfi

Lota 3/5

Mannauðsstjórnun

20. nóvemer 2019, kl 13-18

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:  

 • Hafi aukinn skilning á ólíkum hliðum mannauðsmála
 • Hafi dýpri innsýn í hvernig bregðast megi við krefjandi starfsmannamálum
 • Þekki lykilatriði ráðninga og starfsþróunar
 • Hafi öðlast aukna vitund um áhrif jafnréttis á vinnuumhverfi 

Leiðbeinandi: Hulda Dóra Styrmisdóttir, MBA, stjórnendaráðgjafi 

Lota 4/5

Fjármál og rekstur

4. desember 2019, kl 13-18

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:  

 • Þekki ferli áætlanagerðar
 • Þekki hvernig tengja má fjárhagsáætlanir við stefnumótun og markaðssetningu
 • Hafi aukna þekkingu á rekstrarstjórnun
 • Hafi þekkingu á arðsemismati og notagildi þess 

Leiðbeinandi: Jón Hreinsson, MBA, fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Lota 5/5

Persónuleg þróun stjórnandans

11. desember 2019, kl 13-18

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:  

 • Hafi öðlast aukna þekkingu á mikilvægi persónulegrar þróunar 
 • Hafi betri sýn á eigin styrkleika og tækifæri til umbóta 
 • Hafi sett sér markmið til að ná auknum árangri í lífi og starfi

Leiðbeinandi: Lára Óskarsdóttir, PCC stjórnendamarkþjálfi.

 

Hagnýtar upplýsingar

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og léttar veitingar á námskeiðsdegi.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Ketill Berg Magnússon

Mannauðsstjóri Marel á Íslandi

Jón Hreinsson

Fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. MBA

Lára Óskarsdóttir

PCC stjórnendamarkþjálfi

Hulda Dóra Styrmisdóttir

Stjórnendaráðgjafi. MBA

Umsagnir

Stjórnendur framtíðarinnar

„Í náminu var farið yfir skipulag, áætlanagerð og verkefna-og tímastjórnun en einnig vorum við fengin til að leita inn á við í sjálfsskoðun og hvernig við viljum að okkar persónulega þróun verði. Mér varð ljóst að það er mikilvægt að stjórnendur þekki sjálfa sig vel til þess að geta tekist á við hin ýmsu verkefni og áskoranir í starfi. Nemendurnir í hópnum komu úr mismunandi vinnuumhverfi og með ólíka reynslu svo það var einnig áhugavert að hlusta á þeirra sögur og hvað þau voru að takast á við í sínum störfum. Námið hefur nýst mér á ýmsa vegu í mínu starfi.“

Ragnhildur Edda Tryggavdóttir, Global Category Manager hjá Marel


Fleiri námskeið

Nýtt

Ferla- og gæðastjórnun

 • Hefst: September 2020
 • Lengd: 28 klst.
 • Lengri námskeið

Fjármál og rekstur fyrirtækja

 • Hefst: Október 2020
 • Lengd: 28 klst
 • Verð: 240.000 kr.
 • Lengri námskeið
 • |
 • Væntanlegt