Markaðsmál|Lengri námskeið

Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu

Professional Digital Marketing and E-business

Námslína sem fjallar um virkni leitarvéla, greiningar á neytendahegðun og árangri markaðssetningar, gerð markaðsáætlana, stefnumótun og margt fleira.

 • Næsta námskeið

  September 2020

 • Staða

  Væntanlegt

 • Lengd

  105 klst.

Verkefna­stjóri

Halla Haraldsdóttir

hallah@ru.is

599 6325

Um námið

Heimur stafrænnar markaðssetningar er lifandi og skemmtilegur og býður upp á fjölda tækifæra sé kunnátta á helstu þáttum hans fyrir hendi. Þessir þættir eru til dæmis virkni leitarvéla, greiningar á neytendahegðun, gerð markaðsáætlana og hvernig á að finna réttu röddina á samfélagsmiðlum. Kunnátta á þessum sviðum, auk þess að hafa innsýn í hvernig þróunin verður á næstu árum, er dýrmæt.

Meðal þess sem kennt er:

 • Gerð markaðsáætlunar og eftirfylgni.
 • Virðisgreining stafrænna miðla fyrir neytendur og fyrirtæki.
 • Leitavélabestun og kostaðar leitarniðurstöður.
 • Uppsetning á auglýsingaherferð í Google AdWords.
 • Viðbrögð við neikvæðri eða jákvæðri umræðu á netinu.
 • Gerð mælaborðs fyrir markaðsmál.
 • Undirstöðuatriði neytendasálfræði og upplifunarstjórnunar.
 • Markaðssetning með efni sem er búið til fyrir snjallsíma.
 • Notkun vefgreininga og neytendakerfa verslana til að skilja kauphegðun.

Um stafræna markaðssetningu

Markaðssetning hefur færst að stórum hluta á netið. Með góðri stafrænni markaðssetningu má bæta rekstur og þjónustu við viðskiptavini umtalsvert enda er mikilvægi netsins ótvírætt í nútíma þjóðfélagi. Að baki búa mörg af sömu lögmálum og í hefðbundinni markaðssetningu en þegar á að ná til fólks á vef og samfélagsmiðlum þarf samt sem áður að bæta við ótal verkfærum í verkfærakassann.

Fyrir hverja er námskeiðið 

Námið hentar bæði þeim sem starfa við markaðsmál og vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði sem og starfsfólki smærri fyrirtækja sem vilja nýta sem best möguleika stafrænna miðla.

Kristján Gíslason, sérfræðingur á markaðssviði hjá VÍS.

Kennsla

Kennarar námslínunnar eru sérfræðingar í stafrænni markaðssetningu; prófessorar í markaðsfræði, markaðsstjórar og sérfræðingar í almannatengslum.

Kennsluaðferðir

Námið er hagnýtt og takast nemendur meðal annars á við raundæmi. Mikil áhersla er lögð á að nemendur geti nýtt sér það sem þeir læra strax í sínu starfi. Nemendur vinna meðal annars í hermun (e. marketing simulation) þar sem þeir fá að stjórna markaðssetningu fyrirtækja og fjárfesta í mismunandi neytendahópum og gögnum.

Próf og heimavinna

Nemendur þurfa ekki að þreyta próf og þeim er ekki sett fyrir heimavinna.

Gestafyrirlesarar

Auk fastra kennara halda ýmsir sérfræðingar gestafyrirlestra og sýna hvernig hægt er að takast á við viðfangsefnin út frá íslenskum veruleika.

Skipulag námsins

Námslínan er kennd frá september til apríl ár hvert. Námið samanstendur af 12 námskeiðshlutum sem eru kenndir í eins til tveggja daga lotum.

Hver lota er kennd með tveggja vikna millibili á fimmtudögum og/eða föstudögum. Á kennsludögum er kennt frá kl. 9 til kl. 16.

Stakar lotur

Hægt er að taka staka önn í þessari námslínu. Lotunum er lýst hér og þær er líka að finna undir flokknum Stutt námskeið en þar er hægt að skrá sig á þær. Vinsamlega athugið að ef ætlunin er að sitja eina önn í náminu eða lengur er ekki mælt með því að skrá sig á margar einstakar lotur. Ef einhverjar spurningar vakna, svarar verkefnastjóri námsins fyrirspurnum.

 

Lotur

Lota 1/12

Stafræn markaðssetning og stafrænt hagkerfi: fjárfesting í neytendum

19. og 20. september 2019.

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemendur:

 • Hafi öðlast almennan skilning á hlutverki stafrænna miðla í markaðssetningu og vefgreiningu á neytendahegðun.
 • Hafi vitneskju um nýja þekkingu á sviði stafrænnar markaðssetningar.
 • Þekki mikilvægi þess að greina virði stafrænna miðla fyrir neytendur og fyrirtæki.
Kennari: Valdimar Sigurðsson
Lota 2/12

Leitarvélar og leitarvélarbestun

18. október 2019

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemendur:

 • Þekki helstu leiðir í markaðssetningu á leitarvélum
 • Geti leitarvélabestað vefsvæði
 • Þekki helstu tæki og tól í markaðssetningu á leitarvélum
Kennari: Ari Steinarsson
Lota 3/12

Kostaðar leitarniðurstöður og vefborðar - vinnustofa í Google Ad Words

7. og 8. nóvember 2019

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemendur:

 • Þekki helstu leiðir í kostuðum leitarniðurstöðum og markaðssetningu á leitarvélum
 • Öðlist þjálfun í að nota og veita ráðgjöf í notkun internetsins í markaðsstarfi
 • Geti sett upp AdWords aðgang og stillt upp auglýsingaherferð
Kennari: Ari Steinarsson
Lota 4/12

Markaðssetning með tölvupóstum og önnur bein markaðssetning

22. nóvember 2019

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemendur:

 • Hafi öðlast góðan skilning á hlutverki tölvupósta og beinnar markaðssetningar almennt í markaðssetningu og vefgreiningu á neytendahegðun
 • Hafi vitneskju um nýja þekkingu á sviði markaðssetningar með tölvupóstum
 • Þekki bæði tækifæri og ógnanir sem fylgja því að búa til og senda tölvupósta í markaðslegum tilgangi.
Kennari: Valdimar Sigurðsson
Lota 5/12

Almannatengsl á netinu

6. desember 2019

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemendur:

 • Geti sett upp viðbragðsáætlun til að grípa til ef vinnuveitandi þeirra lendir í orðsporskrísu
 • Geti skrifað yfirlýsingu vegna neikvæðrar umræðu
 • Kunni skil á ólíkum tæknilegum og menningarlegum einkennum helstu samfélagsmiðla á netinu
 • Geti skilgreint tón fyrir fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir til að nota í samskiptum á netinu
 • Þekki vinnuaðferðir ólíkra netfréttamiðla
 • Þekki helstu tólin sem almannatenglar nota í vinnu sinni á netinu
Kennari: Andrés Jónsson
Lota 6/12

Notkun myndbanda við markaðssetningu á netinu

24. janúar 2020

Að námskeiði loknu er stefnt að því að nemendur:

 • Hafi öðlast skilning á mikilvægi myndbanda fyrir markaðsstjórnun
 • Geti rökstutt ákvarðanir hvað varðar notkun myndbanda og metið árangurinn
 • Þekki bæði tækifæri og ógnanir sem fylgja því að nota myndbönd í markaðslegum tilgangi

Kennari: Valdimar Sigurðsson
Lota 7/12

Markaðssetning á samfélagsmiðlum

30. janúar og 31. janúar 2020

Að námskeiði loknu er stefnt að því að nemendur:

 • Hafi öðlast góðan skilning á mikilvægi umtals, neytendasálfræði og upplifunarstjórnunar
 • Geti rökstutt ákvarðanir hvað varðar markaðssetningu með samfélagsmiðlum á faglegum grunni
 • Hafi vitneskju um nýjustu aðferðafræði á sviði markaðssetningar með samfélagsmiðlum
 • Þekki bæði tækifæri og ógnanir sem fylgja því að nota samfélagsmiðla í markaðslegum tilgangi
Kennari: Valdimar Sigurðsson
Lota 8/12

Framtíð smásölu: Hvaða lærdóm má draga af fyrirtækjum Amazon og Google?

28. febrúar 2020

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemendur:

 • Hafi öðlast skilning á því hvernig stafræn markaðssetning fer fram í hefðbundinni smásölu og hvernig verslun er að breytast
 • Geti metið tækifæri og áhættu samfara breytingum í nútíma markaðssetningu á gagnrýninn hátt
 • Hafi skilning á mikilvægi og jafnframt þeim áskorunum sem tengjast samþættum mælingum á marg-miðla kauphegðun með notkun vefgreininga, neytendakerfa verslana og annarra gagna.
Kennari: Valdimar Sigurðsson
Lota 9/12

Viðskipti á netinu og greiningar á neytendahegðun

6. mars 2020

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemendur:

 • Hafi öðlast skilning á sumum af þeim ógnunum og tækifærum sem fylgja stafrænum viðskiptum og umhverfi
 • Geti sett fram áætlanagerð með viðskiptalíkönum og mælingum þegar tekist er á við stafræn umskipti eða lögð er meiri áhersla á stafræna markaðssetningu
 • Meti mikilvægi þess að búa til mælaborð fyrir markaðsmál og þekki tækifæri sem felast í neytendagreiningum
Kennari: Valdimar Sigurðsson
Lota 10/12

Markaðssetning á snjallsímum og spjaldtölvum

13. mars 2020

Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu leiðir í markaðssetningu á snjalltækjum.

 

 • Netnotkun á snjallsímum og spjaldtölvum hefur aukist gífurlega og hefur það haft víðtæk áhrif á markaðssetningu og viðskipti.
 • Neytandinn/viðskiptavinurinn verður í aðalhlutverki á námskeiðinu og neytendahegðun skoðuð í tilliti til hvernig og hvenær best er fyrir fyrirtæki að ná til viðskiptavina í gegnum þessa miðla.
 • Hugað verður sérstaklega að mikilvægi smáforrita og mismunandi leiða neytenda (customer journey). Notast verður við raundæmi úr atvinnulífinu.

 

Kennari: Valdimar Sigurðsson

Lota 11/12

Vefgreiningar

27. mars 2020

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemendur:

 •  Þekki helstu tæki til vefgreiningar og geti sett þau upp
 • Geti sett fram markmið og lykilmælikvarða
 • Geti notað vefgreiningartæki í markaðsrannsóknum og nýtt í undirbúningi á markaðsherferðum
 • Öðlist þjálfun í að nota og veita ráðgjöf í notkun Internetsins í markaðsstarfi
Kennari: Ari Steinarsson
Lota 12/12

Stefnumótun stafrænna markaðsherferða

3. apríl 2020

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemendur:

 • Hafi öðlast skilning á heildrænni markaðsáætlanagerð og stefnumótun
 • Geti sett fram markaðsáætlun og fylgt henni eftir með markvissri framkvæmd

 Kennari: Valdimar Sigurðsson

Að námi loknu

Nemendur geta fengið staðfestingu á að hafa lokið námslínunni ef þeir óska eftir því.

Hagnýtar upplýsingar

 • Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar. 
 • Hægt er að skrá sig á staka önn í náminu. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Vinsamlega athugið að kennsluáætlun er birt með fyrirvara um breytingar.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Dr. Valdimar Sigurðsson

Prófessor við viðskiptadeild HR. PhD

Ari Steinarsson

Framkvæmdastjóri YAY og sjálfstæður ráðgjafi í stafrænni markaðssetningu

Andrés Jónsson

Sérfræðingur í almannatengslum, eigandi Góðra samskipta

Umsagnir

Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu.

"Ég lærði hversu fjölbreytt stafræn markaðssetning getur verið og námið fékk mig til að prófa nýjar leiðir í markaðssetningu á slíkum miðlum. Ég varð öruggari í starfi eftir því sem leið á námið og þekkingin jókst. Kennarar voru duglegir að benda okkur á ítarefni sem hefur nýst vel og ég hef getað leitað í þegar hentar."

Þórdís Magnúsdóttir, vef-og samfélagsmiðlafulltrúi hjá Toyota.


Fleiri námskeið

Nýtt

Ferla- og gæðastjórnun

 • Hefst: September 2020
 • Lengd: 28 klst.
 • Lengri námskeið

Fjármál og rekstur fyrirtækja

 • Hefst: Október 2020
 • Lengd: 28 klst
 • Verð: 240.000 kr.
 • Lengri námskeið
 • |
 • Væntanlegt