Rekstur|Lengri námskeið

Réttindi í þjónustu við fatlað fólk

Að skilja vilja og vilja skilja

 • Næsta námskeið

  vorönn 2022

 • Staða

  Væntanlegt

 • Verð

  95.000 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námskeiðið

Námskeiðið er fyrir starfsfólk í félagsþjónustu og þá sem sinna þjónustu við einstaklinga með fötlun.  

Þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk er þarft að hafa í huga réttindi og skyldur þeirra til að tryggja lífsgæði þess. Áskoranir við að veita þjónustu eru margar og liggja þræðir víða sem þarf að hafa í huga við málsmeðferðir og vinnu við að tryggja þeim bestu þjónustu sem eftir henni sækist.  

Markmið þessa námskeiðs er að kortleggja þessa þræði. Gefa þátttakendum hagnýta þekkingu til að notast við í störfum sínum og móta í sameiningu verkfæri út frá lögum og reglum um þjónustu við fatlað fólk til að tryggja fagmennsku í störfum fyrir og með fötluðu fólki. Farið er yfir:

 • stjórnsýslulög
 • lög um málefni fatlaðs fólks og tenginu við önnur lög
 • Inntak samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þá mikilvægi hans í túlkun réttar við veitingu þjónustu   
 • stuðning við ákvörðunartöku þeirra sem notast við óhefðbundnar tjáskiptaleiðir út frá aðferðarfræði Joanne Watson

Watson er prófessor við Deakin-háskóla. Hún mun kenna áfanga í samstarfi við Jón Þorsteinn yfirmann réttindagæslumanna og verður aðferðafræðin tengd við lög, réttindagæslu og hlutverk talsmanna fatlaðs fólks.

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að:

 • ​Hafa aukið færni sína í hvernig styðja á við og leiðbeina fötluðu fólki,
 • hafa öðlast hæfni til að taka betri ákvarðanir um þjónustu til fatlaðs fólks,
 • hafa öðlast hæfni og þekkingu á leiðum til að vinna með leiðir til að fanga og skilja vilja,
 • hafa lært að beita verkfærum stjórnsýslunnar og tengja það við aukna réttarvernd borgarans,
 • hafa lært og aukið þekkingu sína á samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og virkni hans í íslensku réttarkerfi,
 • hafa þróað með sér vinnulag og verklag sem eykur þekkingu á leiðbeiningaskyldu og hvernig best er að beita viðeigandi aðlögun í samskiptum við fatlað fólk.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir starfsfólk sem starfar í stjórnsýslunni og er að vinna með ákvarðanir um lögbundna þjónustu við fatlað fólk og aðra sem þurfa starfs síns vegna að huga að málsmeðferðarreglum, leiðbeiningum og viðeigandi aðlögun upplýsinga til fatlaðs fólks.

Skipulag

Námskeiðið er kennt bæði í staðarnámi og fjarnámi og er alls 52 klst. auk hópavinnu og prófa. Kennt er bæði á íslensku og ensku.

Nemendur vinna hópavinnu milli tíma og skila inn greinargerð um fyrir fram ákveðin verkefni um efni hvers tíma. Kennari fær svo umræðupunktana fyrir tímann sem hann kennir og notar þá sem leiðarljós að inngangi hvers fyrirlesturs. Tíminn sem er kenndur inniheldur fyrirlestur um það viðfangsefni sem um ræðir, en jafnframt umræður um efnið og spurningar. Jafnframt þessu er svo krossapróf úr hverjum þætti sem þarf að ljúka eftir tímann sem og eitt lokapróf úr öllu efninu sem nemendur þreyta í síðasta tíma námskeiðsins.  

Kennt er á mánudögum í fjórum hálf-dags námslotum, kl. 09:00 til 12:00.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana. 

Lotur

Lota 1/4

Að vinna með mannréttindi

Í fyrstu lotu er kynning á námskeiðinu. Farið er yfir mannréttindahugtök samnings Sameinuðu þjóðanna, það er, mannréttindamódelið (human rights model). Unnið er með eitt hópaverkefni sem tengist fyrirlestrum um stjórnsýslu og réttindi borgara til réttlátrar málsmeðferðar. Farið er yfir stjórnsýuslulög, málsmeðferð og hvernig það tengist mannréttindum einstaklinga sem eru í viðkvæmri stöðu og skyldum stjórnvalda.

Lota 2/4

Inngangur að málsmeðferð

Í vinnu við hópverkefni er viðeigandi aðlögun, leiðbeiningaskylda, innleiðing verklags starfsmanna og stjórnvalda rædd. Í framhaldinu fjallar Freyja Haraldsdóttir um þessa þætti ásamt því að vinna með þau lög og reglur og réttarvernd sem fatlað fólk hefur með innleiðingu og aðild Íslands að alþjóðasamningum. Farið er yfir það vald sem starfsmenn og aðrir hafa og hvernig best er að vinna með það á faglegan hátt

Lota 3/4

Að skilja réttinn í samningi Sameinuðu þjóðanna

Í þessari lotu er tekinn fyrir samningur Sameinuðu þjóðanna og réttindi sem í honum felast. Fjallað er um tengsl samningsins við við stjórnsýslulög og aukna réttarvernd borgarans. Tvö verkefni eru unnin í hópum sem snúast um þekkingu og skilning á því hvernig við beitum ákvæðum samningsins og þá hvaða þýðingu það hefur fyrir hinn almenna borgara. Fyrirlestrar vikunnar varpa svo betra ljósi á það hvernig samningurinn virkar í raun fyrir borgarann. Leitast er eftir því að fá skilning á hlutverki starfsmanna í því að setja í framkvæmd ákvæði samningsins í ljósi íslenskra laga.

Lota 4/4

Að skilja vilja og vilja skilja

Í þessari viku kynnir Dr. Johan Watson verkfæri sín til að skilja vilja þeirra sem nota óhefðbundina tjáningu. 

Þessi lota snýr að frekari vinnu með fötluðu fólki í teymum og hvernig við beitum þeim verkfærum sem rædd voru í vikunni á undan. Verkfærin byggja á að tryggt sé að þeir sem starfa með fötluðu fólki geti nýtt sér óhefðbundnar tjáningaleiðir til að auka lífsgæði og virða vilja einstaklinga með fötlun. Fyrirlestrar bæta við þá þekkingu í framhaldinu en þeir byggja á módeli sem Joane Watson hefur þróað í samstarfi við fatlað fólk.

 

 

Leiðbeinendur

Jón Þorsteinn Sigurðsson

Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks

Dr. Joanne Watson

Prófessor við Deakin University


Fleiri námskeið

Ferla- og gæðastjórnun

 • Hefst: 20. janúar 2022
 • Lengd: 28 klst.
 • Verð: 264.000
 • Lengri námskeið
 • |
 • Skráning hafin

Fjármál og rekstur fyrirtækja

 • Hefst: Væntanlegt
 • Lengd: 28 klst
 • Verð: 264.000 kr.
 • Lengri námskeið
 • |
 • Væntanlegt