Rekstur|Lengri námskeið

Réttindi í þjónustu við fatlað fólk

Að skilja vilja og vilja skilja

 • Næsta námskeið

  31. janúar 2022
  09:00-12:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  12 klst (4x3)

 • Verð

  95.000 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námskeiðið

Námskeiðið er fyrir starfsfólk í félagsþjónustu og þá sem sinna þjónustu við einstaklinga með fötlun.  

Þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk er þarft að hafa í huga réttindi og skyldur þeirra til að tryggja lífsgæði þess. Áskoranir við að veita þjónustu eru margar og liggja þræðir víða sem þarf að hafa í huga við málsmeðferðir og vinnu við að tryggja þeim bestu þjónustu sem eftir henni sækist.  

Markmið þessa námskeiðs er að kortleggja þessa þræði, gefa þátttakendum hagnýta þekkingu til að notast við í störfum sínum og móta í sameiningu verkfæri út frá lögum og reglum um þjónustu við fatlað fólk til að tryggja fagmennsku í störfum fyrir og með fötluðu fólki. Farið verður yfir:

 • stjórnsýslulög
 • lög um málefni fatlaðs fólks og tenginu við önnur lög
 • Inntak samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þá mikilvægi hans í túlkun réttar við veitingu þjónustu   
 • stuðning við ákvörðunartöku þeirra sem notast við óhefðbundnar tjáskiptaleiðir út frá aðferðarfræði Lois Cameron og Joanne Watson

Watson er prófessor við Deakin-háskóla. Hún mun kenna námskeiðið í samstarfi við Jón Þorsteinn yfirmann réttindagæslumanna og verður aðferðafræðin tengd við lög, réttindagæslu og hlutverk talsmanna fatlaðs fólks. Einnig munu innlendir og erlendir gestafyrirlesarar koma að námskeiðinu.

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að:

 • ​Hafa aukið færni sína í hvernig styðja á við og leiðbeina fötluðu fólki,
 • hafa öðlast hæfni til að taka betri ákvarðanir um þjónustu til fatlaðs fólks,
 • hafa öðlast hæfni og þekkingu á leiðum til að vinna með leiðir til að fanga og skilja vilja,
 • hafa lært að beita verkfærum stjórnsýslunnar og tengja það við aukna réttarvernd borgarans,
 • hafa lært og aukið þekkingu sína á samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og virkni hans í íslensku réttarkerfi,
 • hafa þróað með sér vinnulag og verklag sem eykur þekkingu á leiðbeiningaskyldu og hvernig best er að beita viðeigandi aðlögun í samskiptum við fatlað fólk.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir starfsfólk sem starfar í stjórnsýslunni og er að vinna með ákvarðanir um lögbundna þjónustu við fatlað fólk og aðra sem þurfa starfs síns vegna að huga að málsmeðferðarreglum, leiðbeiningum og viðeigandi aðlögun upplýsinga til fatlaðs fólks.

Kennsla

Námskeiðið er kennt bæði í staðarnámi og fjarnámi og er alls 12 klst. í viðveru auk myndbandsfyrirlestra, hópavinnu og prófa. Kennt er bæði á íslensku og ensku.

Fyrirkomulag námsins er að nemendur vinna hópavinnu í tíma og skila inn greinargerð. Markmiðið er að skapa líflegar og rýnandi umræður um hinu daglegu verkefni félagsþjónustunnar þegar kemur að ákvörðunum sem snertir líf fatlaðs fólks. Kennari fær svo umræðupunktana fyrir tímann og notar þá sem leiðarljós að inngangi hvers fyrirlesturs sem verða aðgengilegir á netinu eftir hvern tíma. 

Hver kennari setur saman innihaldsríkan fyrirlestur og býr til spurningar og verkefni og nemendur vinna þannig jafnt og þétt að því að leysa úr viðfangsefninu samhliða fyrirlestrum. Í lok námskeiðsins þurfa nemendur að svara 40 spurninga krossaprófi og lýkur þar með þátttöku nemenda á námskeiðinu.

Skipulag

Námskeiðið verður kennt í staðarnámi í Opna háskólanum eða fjarkennslu með streymi í gegnum fjarfundarbúnað í rauntíma kl. 09:00 - 12:00 eftirfarandi daga:

 • mánudaginn 31. janúar 2022
 • mánudaginn 7. febrúar 2022
 • þriðjudaginn 8. febrúar 2022
 • miðvikudaginn 9.febrúar 2022

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana. 

 

 

Leiðbeinendur

Jón Þorsteinn Sigurðsson

Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks

Dr. Joanne Watson

Prófessor við Deakin University


Fleiri námskeið

Ferla- og gæðastjórnun

 • Hefst:
 • Lengd: 28 klst.
 • Verð: 264.000
 • Lengri námskeið
 • |
 • Væntanlegt

Fjármál og rekstur fyrirtækja

 • Hefst: 2. mars 2022
 • Lengd: 28 klst
 • Verð: 274.000 kr.
 • Lengri námskeið
 • |
 • Skráning hafin