Próf í verðbréfaviðskiptum
-
Næsta námskeið
Janúar 2020
-
Staða
Væntanlegt
-
Lengd
4 klst.
-
Verð
23.000 kr.

Verkefnastjóri
Um prófin
Sérfræðingar og stjórnendur sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga verða lögum samkvæmt að hafa staðist próf í verðbréfaviðskiptum.
Opni háskólinn í HR heldur prófin og sér um skráningu í þau og utanumhald fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Prófin eru haldin í það minnsta einu sinni á ári. Öllum er heimilt að skrá sig til verðbréfaviðskiptaprófs.
Mikilvægar upplýsingar
- Öll próf eru tekin á einkatölvum. Allir próftakar þurfa því að hafa með sér eigin fartölvu í próf.
- Beiðnir um lengri próftíma þurfa að berast a.m.k. 2 vikum fyrir prófdag.
- Skráning í próf er bindandi og greiðsluseðlar eru ekki felldir niður.
- Próftakar verða að hafa skráð sig og greitt prófgjald minnst tíu dögum fyrir sérhvert próf.
- Ef þátttakendur sátu undirbúningsnámskeið fyrir prófið eru þeir beðnir að athuga að gjaldið fyrir prófgjaldið er ekki innifalið í gjöldum fyrir þau námskeið.
- Próf í verðbréfaviðskiptum eru ekki haldin nema að a.m.k. 10 manns hafi skráð sig í próf.
Próf úr fyrsta hluta
Mánudagur 28. október 2019
Íslensk réttarskipun og Evrópuréttur og ágrip úr réttarfari.
- Próftími er kl. 16.00 - 20.00
- Skráningarfrestur til og með 18. október 2019.
Miðvikudagur 30. október 2019
Viðfangsefni úr fjármunarétti, félagaréttur og ábyrgðir.
- Próftími er kl. 16.00 - 20.00
- Skráningarfrestur til og með 20. október 2019.
Mánudagur 4. nóvember 2019
Viðskiptabréfareglur, veðréttindi, þinglýsingar.
- Próftími er kl. 16.00 - 20.00
- Skráningarfrestur til og með 25. október 2019.
- Opið er fyrir skráningu
Próf úr öðrum hluta
Mánudagur 27. janúar 2020
- Próftími kl. 16.00 - 20.00
- Skráningarfrestur til og með 17. janúar 2020.
- Opið er fyrir skráningu
Miðvikudagur 29. janúar 2020
- Próftími er kl. 16.00 - 20.00
- Skráningarfrestur til og með 19. janúar 2020.
- Opið er fyrir skráningu
Mánudagur 5. febrúar 2020
- Próftími er kl. 16.00 - 20.00
- Skráningarfrestur til og með 26. janúar 2020.
- Opið er fyrir skráningu
Próf úr þriðja hluta
Mánudagur 4. maí 2020
Lög og reglur um fjármagnsmarkaðinn.
- Próftími kl. 16.00 - 20.00
- Skráningarfrestur til og með 24. apríl 2020.
- Opið er fyrir skráningu
Miðvikudagur 6. maí 2020
- Próftími kl. 16.00 - 20.00
- Skráningarfrestur til og með 26. apríl 2020.
- Opið er fyrir skráningu
Mánudagur 11. maí 2020
Verðbréf, afleiður og gjaldeyrir; Afleiður, Hlutabréf og Skuldabréf.
- Próftími kl. 16.00 - 20.00
- Skráningarfrestur til og með 1. maí 2020.
- Opið er fyrir skráningu
Miðvikudagur 13. maí 2020
Fjárfestingarferli: Samval verðbréfa og sjóðastýring, Ráðgjöf og skattamál.
- Próftími kl. 16.00 - 20.00
- Skráningarfrestur til og með 3. maí 2020.
- Opið er fyrir skráningu
HAUST PRÓF
Próf úr hluta I
Mánudagur 26. ágúst 2019
Íslensk réttarskipun og Evrópuréttur og ágrip úr réttarfari.
Próftími er kl. 16 - 20
Þriðjudagur 27. ágúst 2019
Viðfangsefni úr fjármunarétti, félagaréttur og ábyrgðir.
Próftími er kl. 16 - 20
Miðvikudagur 28. ágúst 2019
Viðskiptabréfareglur, veðréttindi, þinglýsingar.
Próftími er kl. 16 - 20
Próf úr hluta II
Mánudagur 2. september 2019
Grunnatriði í fjármálafræðum.
Próftími kl. 16 - 20
Skráningafrestur er til 20. júní 2019
- Haust próf verður ekki haldið
Þriðjudagur 3. september 2019
Þjóðhagfræði.
Próftími er kl. 16 - 20
Skráningafrestur er til 20. júní 2019
- Haust próf verður ekki haldið
Miðvikudagur 4. september 2019
Greining ársreikninga.
Próftími er kl. 16 - 20
Próf úr hluta III
Mánudagur 9. september 2019
Lög og reglur um fjármagnsmarkaðinn.
Próftími kl. 16 - 20
Þriðjudagur 10. september 2019
Viðskiptahættir.
Próftími kl. 16 - 20
Miðvikudagur 11. september 2019
Verðbréf, afleiður og gjaldeyrir; Afleiður, Hlutabréf og Skuldabréf.
Próftími kl. 16 - 20
Fimmtudagur 12. september 2019
Fjárfestingarferli: Samval verðbréfa og sjóðastýring, Ráðgjöf og skattamál.
Próftími kl. 16 - 20
Um prófin
Prófnefnd verðbréfaviðskipta tekur ákvörðun um efni sem prófað er úr á verðbréfaviðskiptaprófi og semur prófsefnislýsingu. Í prófsefnislýsingu nefndarinnar er útlistað hvaða hjálpargögn eru leyfileg í einstaka prófum.
Prófnefnd verðbréfaviðskipta - Prófefnislýsing
Einkunnir
Einkunnir í einstökum prófum eru gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0 til 10. Til þess að standast verðbréfaviðskiptapróf þarf próftaki að hljóta a.m.k. 7,0 í meðaleinkunn úr þeim prófum sem hann hefur þreytt og skal próftaki hafa lokið öllum nauðsynlegum prófum með fullnægjandi árangri innan þriggja ára frá því að hann tók fyrsta prófið. Próftaki telst ekki hafa staðist einstök próf hljóti hann lægri einkunn en 5,0.
Lög um prófin
Reglugerð nr. 633/2003 um próf í verðbréfaviðskiptum, með áorðnum breytingum.
Nánari upplýsingar
Vefsíða Prófnefndar verðbréfaviðskipta