Stjórnun|Lengri námskeið

Markþjálfun

Executive Coaching

Hæfni í samskiptum og virk hlustun eru þættir sem stjórnendur í dag verða að tileinka sér til að vera í fremstu röð.

 • Næsta námskeið

  25. september 2019

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  77 klst.

 • Umsóknar­frestur

  Opið er fyrir umsóknir fyrir skólaárið 2019-2020

 • Verð

  770.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námið

Með markþjálfun læra einstaklingar að aðstoða starfsmenn eða viðskiptavini við að finna leiðir til að ná markmiðum sínum. Þetta gera markþjálfar með sérstakri spurningatækni og þjálfun í samskiptum. Tæknin sem markþjálfar nota nýtist í öllum fyrirtækjum og í viðfangsefnum fólks í daglegu lífi.Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir mannauðsráðgjafi hjá Marel

Viðtal við annan kennarann í námslínunni, Cheryl Smith, um markþjálfun.

Um markþjálfun

Nýjar kynslóðir hafa nýja sýn á vinnumarkaðinn þar sem aukin krafa er gerð um að stjórnendur hvetji, styðji og leiði starfsmenn eða viðskiptavini í gegnum áskorun eða vandamál sem þeir standa frammi fyrir.

Sú grein markþjálfunar sem er kennd í Opna háskólanum í HR er kölluð stjórnendamarkþjálfun, eða Executive Coaching. Námið er alþjóðlegt og uppbyggt í samræmi við reglur CCUI-samtakanna í Bretlandi.

Alþjóðleg réttindi

Þegar nemandi hefur uppfyllt skilyrði International Coaching Federation (ICF) um fullnægjandi mætingu í staðarlotum, lokið 20 markþjálfunartímum, skilað verkefnum og leyst rafræn próf er prófskírteini afhent.

Útskrifaðir nemendur geta sótt um ACC-réttindi (Associate Certified Coach) hjá ICF sem veitir þeim alþjóðlega viðurkenningu sem markþjálfar. Námið er einnig metið inn í meistaranám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði við HR.

Fyrir hverja er námið

Námið hentar þeim sem vilja verða betri stjórnendur, þeim sem vilja þjálfa aðra til að vera stjórnendur eða vilja hafa markþjálfun að aðalstarfi.

Kennsla

Kennarar eru frumkvöðlar á sviðinu og hafa til að bera ómetanlega reynslu af bæði stjórnunarstörfum og þjálfun stjórnenda víðsvegar um heim. 
Kennslan fer fram á ensku. 

Með hæstu einkunn

Kennsluformið er líflegt og fjölbreytt og námið, umgjörðin og leiðbeinendurnir hafa hlotið fullt hús stiga (5/5) í kennslumati frá því að það var fyrst kennt árið 2010.

Aðgangur að efni CCUI

Nemendur geta nýtt sér sérhönnuð eyðublöð, matskýrslur, greinar, markaðsefni og önnur gögn frá Corporate Coach U (CCUI) um leið og þeir hefja námið. CoachU í Bretlandi er samstarfsaðili Opna háskólans í HR.

Fjarþjálfun

Nemendum gefst auk þess kostur á að taka þátt í fjarþjálfun í samvinnu við CoachU.

Skipulag námsins

Nám í markþjálfun hefst í september ár hvert og lýkur með útskrift í maí árið eftir. Nemendur mæta í staðarlotur í Opna háskólann fjórum sinnum á því tímabili en dagsetningar þeirra eru ákveðnar frá ári til árs. Alls eru kennslustundir í staðarlotum 66 talsins fyrir utan vöktuðu samtölin og hringborðsumræðurnar á dagskrá í janúar. 
Kennslan fer fram á ensku. 

Lotur

Lota 1/3

Fyrri staðarlota

25.-28. september 2019
 
Lota 2/3

Síðari staðarlota

30. okt - 2. nóv 2019
 

Inntökuskilyrði

Þeir sem hafa lokið háskólaprófi njóta forgangs í námið. Nemendur eru valdir eftir frammistöðu í námi á framhalds- og háskólastigi af fagráði. Aðrar prófgráður koma til greina og eru skoðaðar sérstaklega auk annarra þátta svo sem staðfestingu á stjórnendareynslu, reynslu af atvinnumarkaði, umsagna og greinagerðar frá umsækjanda sjálfum.

Rafræn umsókn og fylgigögn

Til að sækja um nám í markþjálfun er fyllt út rafræn umsókn á vef Opna háskólans í HR. Með umsókninni þurfa að fylgja afrit af prófskírteini síðustu prófgráðu og ferilskrá.

Að námi loknu

 • Þátttakendur hljóta prófskírteini.
 • Þátttakendur geta sótt um ACC-réttindi (Associate Certified Coach) hjá ICF sem veitir þeim alþjóðlega viðurkenningu sem markþjálfar.
 • Þáttakendur sem ljúka námi með ACC-réttindi geta fengið námið metið inn í meistaranám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði við HR sem valfag til 7,5 ECTS eininga.
 • Það er auðvelt að byggja frekara nám til vottunar og starfsréttinda ofan á námið.

Hagnýtar upplýsingar

 • Nemendur fá veitingar í staðarlotum.
 • Innifalið í verði námsbrautarinnar eru þrjár vandaðar kennslubækur um markþjálfun fyrir atvinnulíf.

Þegar nemendur hafa verið samþykktir inn í námið er sendur reikningur til viðkomandi. Hægt er að gera  raðgreiðslusamning og þannig skipta niður greiðslunum eða greiða með netgíró.

Við bendum áhugasömum á að kanna möguleika sína á niðurgreiðslu námsgjalda hjá stéttarfélögum.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Cheryl Smith

MCC Executive Coach, MA í stjórnun og forstjóri Leadscape Learning

Hilary Oliver

Stjórnendamarkþjálfi (PCC) framkvæmdastjóri alþjóðadeildar ICF

Umsagnir

Markþjálfun (Executive Coaching)

„Námið hefur nýst mér gríðarlega vel í starfi og gefið mér ný tæki á sviði mannauðsmála og aukin úrræði varðandi stjórnendaráðgjöf. Í kjölfar námsins höfum við sett upp innri markþjálfun hjá Marel sem er ótrúlega gaman að fá að taka þátt í að móta. Kennararnir Hilary og Cheryl eru fagmenn fram í fingurgóma og ferlið og annað í kringum námið er fullkomið. Við nemendurnir ræddum oft eftir tíma hvað við þroskuðumst mikið á hverjum degi og urðum sterkari.“

Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Marel

 


Fleiri námskeið

Nýtt

Ferla- og gæðastjórnun

 • Hefst: September 2020
 • Lengd: 28 klst.
 • Lengri námskeið

Fjármál og rekstur fyrirtækja

 • Hefst: 1. október 2019
 • Lengd: 28 klst
 • Verð: 240.000 kr.
 • Lengri námskeið
 • |
 • Skráning hafin