Stjórnun|Lengri námskeið

Mannauðsstjórnun og leiðtogafærni

Nám sem þjálfar þátttakendur í mannauðsstjórnun í öllum sínum fjölbreytileika.

 • Næsta námskeið

  Haust 2019

 • Staða

  Væntanlegt

 • Lengd

  56 klst

 • Verð

  485.000 kr.

 • Námskeiðs­mat

  4,7 af 5

Verkefna­stjóri

Lýdía Huld Grímsdóttir

Um námið

Það er allra hagur að starfsmönnum líði vel í vinnunni, að þeir viti að hverju þeir stefna og finnist þeir geta leitað til yfirmanna sinna með ýmis úrlausnarefni á vinnustaðnum. Mannauðsstjórnun tekur til þessara þátta en um leið svo miklu fleiri - eins og jafnréttis á vinnustað, liðsanda, leiðtogahæfni og lagaumhverfis. Þróun og efling mannauðs er mikilvægt verkefni í hvaða fyrirtæki sem er og að þessu námi loknu hafa þátttakendur hlotið þjálfun í notkun mismunandi aðferða til að ná því markmiði.

Meðal þess sem er kennt:

 • Leiðir til að auka sköpunargleði og bæta frammistöðu starfsmanna.
 • Lagalegar hliðar ráðninga og uppsagna.
 • Frammistöðustjórnun og frammistöðumælingar
 • Þjónandi forysta.
 • Aðferðir til að auka jafnrétti á vinnustaðnum.
 • Aðferðir til að efla liðsheild.
 • Markþjálfun.

Um mannauðsstjórnun

Verðmæti fyrirtækja og stofnana velta ekki hvað síst á mannauðnum sem þar starfar hverju sinni. Sýnt hefur verið fram á að skilvirk og stefnumiðuð mannauðsstjórnun skilar sér í bættum rekstri og frammistöðu skipulagsheilda og meiri ánægju starfsmanna.

Fyrir hverja er námslínan

Námið er opið öllum en hentar þeim sérstaklega vel fyrir þá sem hafa áhuga á að geta betur tekist á við verkefni sem tengjast mannauði. Ekki er krafist ákveðinnar reynslu eða sérstakrar menntunar.

Kennsla

Um kennslu í námslínunni sjá sjö færir sérfræðingar; stjórnendaráðgjafar og mannauðsstjórar, rannsakendur, lögmenn og framkvæmdastjórar. Námið byggist á fjölbreyttum kennsluaðferðum og hagnýtum verkefnum.

Skipulag námsins

Námið er 56 klst. Kennt er á þriðjudögum, aðra hverja viku, kl. 9-17 frá september til desember.

Lotur

Lota 1/7

Stefnumiðuð mannauðsstjórnun

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur: 

Hafi öðlast innsýn í það hvernig stefna og skipulag hafa áhrif á árangur starfsfólks.
 
Þekki til lykilþátta sem stuðla að starfsánægju, helgun og hollustu.
 
Hafi kynnst því hvernig samskipti einstaklinga, viðhorf og hegðun hafa áhrif á það hvernig verkefni vinnast, ákvarðanir eru teknar og þær framkvæmdar.
 
Leiðbeinandi: Hulda Dóra Styrmisdóttir, stjórnendaráðgjafi
 
Lota 2/7

Ráðningar, starfsþróun og jafnrétti á vinnustað

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur: 

Þekki áhrif jafnréttis á vinnuumhverfi og árangur fyrirtækja.
 
Hafi öðlast færni í að greina ómeðvituð viðhorf sem stutt geta við mismunun kynja í ráðningum, starfsþróun og frammistöðuviðmiðun.
 
Geti sett fram hugmyndir um aðgerðir til að stuðla að auknu kynjajafnrétti á sínum vinnustað. 

 

Leiðbeinendur: Hulda Dóra Styrmisdóttir, stjórnendaráðgjafi og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu og stundakennari við HR

Lota 3/7

Stjórnandi í hlutverki markþjálfans

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

Hafi kynnst aðferðafræði markþjálfunar og hversu áhrifarík hún er í stjórnenda- og leiðtogaþjálfun
 
Geti sannreynt og nýtt sér skilvirkar aðferðir við einkaráðgjöf
 
Geti tileinkað sér leiðir til að auka sköpunargleði og efla samskipti og frammistöðu einstaklinga og hópa

 

Leiðbeinandi: Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi

Lota 4/7

Þjónandi forysta

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

Hafi kynnst hugmyndafræði og viðmiðum þjónandi forystu.
 
Hafi kynnst samspili þjónandi forystu og mannauðsstjórnunar.
 
Hafi fengið æfingu og innsýn í hagnýtingu þjónandi forystu í lífi og starfi.

 

Leiðbeinandi: Sigurður Ragnarsson, lektor og forseti viðskiptafræðideildar á Bifröst

Lota 5/7

Frammistöðustjórnun, hvatning og endurgjöf

6. nóvember 2018

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

Þekki lykilhlutverk stjórnandans.
 
Hafi kynnst grundvallarhugmyndum frammistöðustjórnunar og helstu aðferðum við frammistöðumælingar.
 
Hafi aukið hæfni sína til að veita endurgjöf.
 
Hafi öðlast innsýn í lykilþætti til árangurs einstaklinga, liðsheilda og skipulagsheilda.

 

Leiðbeinandi: Dr. Auður Arna Arnardóttir, lektor og forstöðumaður MBA-námsins við HR

Lota 6/7

Vinnuréttur og vinnumiðlun

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

Hafi fengið lögfræðilega úttekt á réttindum og skyldum varðandi ráðningar og starfslok.
 
Þekki þá lögfræðilegu þætti sem hafa ber í huga við ráðningu starfsmanna og gerð ráðningarsamninga.
 
Þekki lagalegar hliðar er snúa að uppsögnum starfsmanna.
 

Leiðbeinandi: Páll Rúnar Kristjánsson, hdl. LL.M. hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur og Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri hjá Torg ehf.

Lota 7/7

Jákvæð stjórnun og gildi góðrar liðsheildar

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

Þekki einkenni árangursríkra liðsheilda og geti nýtt sér þá þekkingu í starfi.
 
Hafi kynnst aðferðum sem nota má til þess að efla liðsheild á sínum vinnustöðum.
 
Þekki tengslin milli liðsheildar og starfsánægju og geti nýtt sér aðferðir til þess að ná fram hvoru tveggja, góðri liðsheild og starfsánægju.
 

Leiðbeinandi: Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, lektor og sviðsstjóri íþróttafræðisviðs við tækni- og verkfræðideild HR

 

Að námi loknu

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

 

 

Leiðbeinendur

Hulda Dóra Styrmisdóttir

Stjórnendaráðgjafi. MBA

Ketill Berg Magnússon

Stjórnendamarkþjálfi og kennari

Guðrún Högnadóttir

Framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. MHA

Auður Arna Arnardóttir

Forstöðumaður MBA náms og lektor við viðskiptadeild HR. PhD

Sigurður Ragnarsson

MBA og nemi í PhD í leiðtogafræðum, stundakennari við viðskiptadeild HR,lektor og forseti viðskiptafræðideildar Háskólans á Bifröst.

Páll Rúnar M. Kristjánsson

Hæstaréttarlögmaður - LL.M. hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir

Lektor og sviðsstjóri í tækni- og verkfræðideild HR. PhD

Umsagnir

Mannauðsstjórnun og leiðtogafærni

"Námið hefur nýst mér ákaflega vel í mörgum þáttum starfs míns. Í alþjóðlegu umhverfi smásölugeirans gilda skýrar vinnureglur og því skipta samskipti milli fólk afar miklu máli. Námið í mannauðsstjórnun og leiðtogafærni veitir manni mörg tól og tæki til að takast á við ýmis mál tengd samskiptum og færa þau í góðan farveg. Það auðveldar vinnustöðum að ná sameiginlegum markmiðum." 

Þórhallur Ágústsson, sölustjóri útflutnings hjá Nóa Síríus 


Fleiri námskeið

Jafningjastjórnun

 • Hefst: 20. nóvember, kl. 9.00 - 12.00
 • Lengd: 6 klst (2 x 3)
 • Verð: 52.000 kr.
 • Stutt námskeið
 • |
 • Skráning hafin
Nýtt

Ferla- og gæðastjórnun

 • Hefst: September 2019
 • Lengd: 28 klst. (4 x 7 klst.)
 • Verð: 235.000 kr.
 • Lengri námskeið
 • |
 • Væntanlegt

Fjármál og rekstur fyrirtækja

 • Hefst: September 2019
 • Lengd: 28 klst (4x7 klst)
 • Verð: 235.000 kr.
 • Lengri námskeið
 • |
 • Væntanlegt