Stjórnun|Lengri námskeið

Liðsheild - kjarni vinnustaða

Lærðu um liðsheild og hvernig þú viðheldur henni

 • Næsta námskeið

  16. september 2020

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  24 klst. (4x6 klst)

 • Verð

  170.000 ISK

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Um námið

Í þessari námslínu munu þátttakendur læra um einkenni liðsheildar og hvernig henni er viðhaldið. Námið er byggt á íþróttasálfræði og er bæði kennt út frá kenningum og hagnýtingu. 

Meðal þess sem er kennt:

 • Hvernig má greina vinnustað og liðsheild innan teyma
 • Kenningar og breytingastjórnun sem nýtist til að efla liðsheild​
 • 5C hugmyndafræðin
 • Hvernig á að móta verklag teyma​
 • Aðferðir til að efla liðsheild​
 • Hvernig á að styrkja liðsheild og fylgja eftir jákvæðri þróun
 • Hagnýt á mótun liðsheildar og eftirfylgni með jákvæðri þróun hennar yfir tíma ​

Um liðsheildir

Lið er ekki það sama og liðsheild. Góð liðsheild eykur bæði árangur, afköst, þjónustu og starfsánægju. Þess vegna er mikilvægt að hanna starfsumhverfi teyma innan fyrirtækja til að styðja við betri eða góða liðsheild.

Skilgreining á liðsheild sem unnið er með í náminu er á þessa leið: Liðsheild er dýnamískt ferli sem birtist í tilhneigingu hóps til að standa saman sem einn og sameinast í því að ná ákveðnu markmiði, komast á ákveðinn stað, afreka eitthvað.

Fyrir hverja er námslínan?​

Námslínan er fyrir alla þá sem vilja dýpka þekkingu sína og auka færni í að leiða árangursríka liðsheild.
Námið er opið öllum en nýtist sérstaklega þeim sem vinna við mannauðsmál.
Ekki er krafist ákveðinnar reynslu eða sérstakrar menntunar.​

Kennsla​

Þátttakendur munu bæði þekkja og skilja liðsheild og hafa fengið og prufað tæki til þess að hlúa að liðsheild og jákvæðri stjórnun í lok námskeiðsins.

Kennarar námslínunnar eru bæði sálfræðingar, sérhæfðir í íþróttasálfræði og stjórnmálafræðingar sem eru sérhæfðir í stefnumótun og skipulagi. Saman búa þeir yfir víðtæka reynslu bæði úr atvinnulífinu, íþróttaheiminum og háskólasamfélaginu. Í náminu er lagður kenningarlegur grunnur fyrir hagnýtar nálganir á viðfangsefnið.   
Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar og er til dæmis notast við hagnýt og fjölbreytt verkefni sem tengjast íslensku atvinnulífi.

Þátttakendur þreyta ekki próf og þeim er ekki sett fyrir heimavinna heldur er tíminn á staðnum nýttur.
Mælt er með því að þátttakendur hafi með sér tölvu. 

Skipulag námsins

Námslínan er alls 24 klukkustundir.
Kennt er í fjórum námslotum í september og október.

Kennt er á miðvikudögum á eftirfarandi dagsetningum kl 9-15. 

 • 16. september
 • 23. september
 • 30. september
 • 7. október

Námið er staðarnám. 

Lotur

Lota 1/4

Jákvæð stjórnun teyma og gildi góðrar liðsheildar

16. september 2020

Lýsing: Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Þekki einkenni árangursríkra liðsheilda og geti nýtt sér þá þekkingu í starfi.
 • Hafi kynnst aðferðum sem nota má til þess að efla liðsheild á sínum vinnustöðum.
 • Þekki tengslin milli liðsheildar og starfsánægju og geti nýtt sér aðferðir til þess að ná fram hvoru tveggja; góðri liðsheild og starfsánægju.

Leiðbeinandi: Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar HR.

Lota 2/4

Markviss uppbygging liðsheildar

23. september 2020

Lýsing: Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Þekki 5C aðferðina til að byggja upp liðsheild frá grunni
 • Geti tileinkað sér skýra nálgun og geti byrjað strax að beita 5C aðferðinni
 • Þekki aðferðir til að leysa það þegar teymi ganga ekki í takt eða hvernig unnið er með krefjandi einstaklingum.

Leiðbeinandi: Daði Rafnsson, stundakennari íþróttafræðideildar HR. 

Lota 3/4

Að leiða teymi - fyrri hluti

30. september 2020

Lýsing: Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Fái innsýn í valdar fræðilegar og hagnýtar kenningar um mótun teyma og liðsheildar
 • Geti framkvæmt greiningar, sjálfstætt eða í samvinnu við stjórnendur, sem styðja við mótun teyma og aukna samvinnu í vinnuumhverfinu
 • Auki hæfni sína til að skipuleggja starfsumhverfi teyma
 • Skilji og geti notað aðferðir til að stuðla að þróun einstaklinga og teyma

Leiðbeinandi: Ragnar Ingibergsson, verkefnastjóri hjá Arion banka.

Lota 4/4

Að leiða teymi - seinni hluti

7. október 2020

Lýsing: Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Öðlist færni í að beita hagnýtum aðferðum til að efla liðsheild og þróa samvinnu
 • Geti mótað, skipulagt og framkvæmt starfsemi sem miðar að því að efla liðsheild
 • Geti fylgt eftir og viðhaldið verklagi teyma sem stuðlar að umbótum, góðum starfsanda og samvinnu

Leiðbeinandi: Ragnar Ingibergsson, verkefnastjóri hjá Arion banka.

Hagnýtar upplýsingar

Innifalið í verði námskeiðs er morgunkaffi og hádegismatur þá daga sem kennt er.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar og að lágmarksþátttaka náist.

Hér koma leiðbeinendur

 

 

Leiðbeinendur

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir

Deildarforseti íþróttafræðideildar HR. PhD

Daði Rafnsson

Stundakennari við íþróttafræðideild HR og doktorsnemi í íþróttasálfræði

Ragnar Ingibergsson

Verkefnastjóri hjá Arion banka.


Fleiri námskeið

Ferla- og gæðastjórnun

 • Hefst: 17. september
 • Lengd: 28 klst.
 • Verð: 252.000
 • Lengri námskeið
 • |
 • Skráning hafin

Fjármál og rekstur fyrirtækja - fjarnám

 • Hefst: 7. október 2020
 • Lengd: 28 klst
 • Verð: 264.000 kr.
 • Lengri námskeið
 • |
 • Skráning hafin