Stjórnun|Lengri námskeið

Leiðtoginn ég

Leið stjórnandans til árangurs í síbreytileika og óvissu

Námskeið þar sem þátttakendur vinna með eigin áskoranir í starfi. Þeir prófa sig áfram út frá nýjustu aðferðum úr leiðtogafræðum, Agile-hugmyndafræðinni og breytingastjórnun.

 • Næsta námskeið

  Vorönn 2022

 • Staða

  Væntanlegt

 • Lengd

  33 klst.

 • Verð

  295.000 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námið 

Stjórnendur og leiðtogar í dag þurfa að búa yfir hæfni og færni til að takast á við í óvissu og á sama tíma leiða teymi og verkefni með hugrekki, sveigjanleika og umfram allt árangri.

Þessa hæfni og færni má þjálfa eins og hverja aðra en árangur stjórnenda veltur oftar en ekki á vilja og ásetningi um að efla sinn eigin persónulega vöxt og stíga þannig á meðvitaðan hátt sterkari skrefum inn í leiðtogahlutverkið.

Á þessu námskeiði fá stjórnendur tækifæri til að efla sig á markvissan hátt í leiðtogahlutverkinu og varða sína leið áfram í átt að langtímaárangri. Mikið er lagt upp úr hagnýtri nálgun þó undir liggi fræðilegur grunnur. Námskeiðið byggir á aðferðafræði úr nýjustu leiðtogafræðum, Agile hugmyndafræðinni og breytingastjórnun.

Áherslan er lögð á að þátttakendur prófi sig strax áfram í að hagnýta lærdóm sinn, gerir tilraunir og fái stuðning við að rýna hversu vel tókst til.

Námskeiðið er með persónulegri nálgun þar sem hver og einn vinnur að sinni þróunaráætlun jafnt og þétt í gegnum allar loturnar. Námskeiðið miðar að því að festa í sessi breytingarnar og ná fram langtímaárangri. Þannig styður persónuleg markþjálfun í upphafi og lok námskeiðsins við hvern nemanda og mætir hverjum og einum þar sem hann er staddur.

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að geta:

 • Tengt nálgun leiðtogafræða, Agile hugarfars og breytingastjórnunar við eigin veruleika, mótað sína eigin þróunaráætlun og verið byrjaðir að ganga skrefin í átt að eigin langtímaárangri sem enn sterkari leiðtogar.
 • Öðlast góða innsýn í ólík byggingarefni árangursríkra teyma, metið stöðuna gagnvart eigin teymum og verið byrjaðir að æfa samskipti og aðferðir sem miða að því að efla samtal og samvinnu í eigin teymi/teymum.
 • Tileinkað sér að hagnýta aðferðir breytingastjórnunar til að leggja mat á stöðu í innleiðingu breytinga hverju sinni og ákvarða næstu skref.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námið er kjörið fyrir stjórnendur og leiðtoga sem þyrstir í að stíga sterkari fótum inn í leiðtogahlutverkið og vilja fá alvöru æfingu og þjálfun út frá sinni sérstöðu og sínu umhverfi. Stjórnendur sem vilja fá tækifæri til að þróast og þroskast sem leiðtogar í umhverfi breytinga og óvissu.

Skipulag

Námslínan er alls 33 klukkustundir auk æfinga og lærdóms fyrir lotur.

Kennt er í fjórum heils-dags námslotum, frá kl. 9 til 16. Markþjálfun er hluti af námslínunni og er boðið upp á tvo markþjálfunartímar

Lotur

Lota 1/4

Leiðtoginn ég. Núverandi staða og leiðin framundan

Í fyrstu lotu beina þátttakendur sjónum sínum inn á við. Að leiða annað fólk til árangurs byrjar heima. Fjallað er um hvernig umhverfi sífelldra breytinga og óvissu kallar á nýtt hugarfar, hæfni og nálgun leiðtogans. Þátttakendur skoða styrkleika sína og hvernig þeir nýtast eða jafnvel standa í vegi fyrir jákvæðum breytingum. Lögð er áhersla á að virkja innri drifkraft og styrkleika til að varða sína persónulegu leið áfram. Notast er við styrkleikamat og persónulega umbreytingaáætlun til að stilla upp framtíðarsýn og markmiðum fyrir eigin vegferð í leiðtogahlutverkinu. 

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Hafi fengið innsýn í hvernig umhverfi sífelldra breytinga og óvissu kallar á nýtt hugarfar, hæfni og nálgun leiðtogans og að hver þátttakandi hafi tengt nýja nálgun við eigin aðstæður

 • Hafi rýnt eigin veruleika, öðlast sýn á það hvað gengur vel, hvað illa, hvað ætti að vera öðruvísi og af hverju það er mikilvægt

 • Séu byrjaðir að nýta reyndar aðferðir til að stilla upp framtíðarsýn og markmiðum fyrir eigin vegferð í leiðtogahlutverkinu

 • Hafi öðlast skilning og hæfni til að nýta eftirfarandi aðferðir og tól

 • Persónuleg stefnumótun með Transformational map

 • VUCA og Daring leadership

 • Styrkleikakort

Lota 2/4

Teymið mitt. Hvernig leiði ég teymi til afburðaárangurs?

Önnur lota fjallar um áhrif leiðtogans á árangur teymisins. Teymisvinna er ein af mikilvægustu undirstöðum í árangri fyrirtækja í umhverfi þar sem óvissa og flækjur eru ráðandi. Þátttakendur kynnast og læra að nýta sér aðferðina „5 Dynamics of High Performing Teams“ til þess að greina og varða leiðina að enn sterkara teymi. Enn fremur verður fjallað um hæfniþætti Agile breytingaleiðtogans og þátttakendur æfa samskipti og aðferðir sem miða að því að efla samtal og samvinnu í eigin teymi.

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Hafi rýnt leiðtogastíl sinn út frá hæfniþáttum agile leiðtogans og sett sér sín eigin þróunarmarkmið
 • Hafi öðlast yfirsýn og skilning á 5 byggingarefnum árangursríkra teyma
 • Hafi lagt stöðumat fyrir sig og teymið sitt og komið auga á hvar vaxtatækifæri í samvinnu teymisins liggja
 • Séu byrjaðir að æfa samskipti og aðferðir sem miða að því að efla samtal og samvinnu í eigin teymi
 • Hafi öðlast skilning og hæfni til að nýta eftirfarandi aðferðir og tól 
  • 5 Dynamics of High Performing Teams
  • Agile nálgun leiðtogans - Agile Coaching/Agile Leadership
Lota 3/4

Stefnumarkandi ég. Hvernig fæ ég alla til að róa í sömu átt?

Í lotu þrjú skoðar leiðtoginn áhrif sín og einingar sinnar á heildarárangur fyrirtækisins. Hver og einn leiðtogi vill vera sterkur hlekkur í sterkri keðju. Sú keðja verður ekki til af sjálfu sér. Fjallað verður um mismunandi hlutverk leiðtogans eftir því hvar fyrirtæki er statt í stefnumótunarferli og samhengi breytingastjórnunar og innleiðingar stefnu. Þátttakendur rýna eigin veruleika og áskoranir og meta stöðu og næstu skref út frá ADKAR breytingastjórnunarmódelinu.  

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Hafi tileinkað sér að hagnýta aðferðir breytingastjórnunar til að leggja mat á stöðu í innleiðingu breytinga hverju sinni og ákvarða næstu skref
 • Hafi rýnt eigin upplýsingamiðlun og skýrleika er varðar tilgang, forgang, ferli, frammistöðu og aðferðir umbóta
 • Sjái á skýran hátt hlutverk sitt í innleiðingu stefnu út frá því hvar fyrirtæki þeirra er staðsett í stefnumótunarferli
 • Hafi markað sér sýn um eigin ábyrgð og aðgerðir sem stefnumarkandi leiðtogar
 • Hafi öðlast skilning og hæfni til að nýta eftirfarandi aðferðir og tól
  • ADKAR breytingastjórnunarmódelið
  • Skýrleiki/Clarity sem meginstoð í breytingastjórnun
Lota 4/4

Langtímaárangurinn minn. Hvað svo? Leiðin að langtíma árangri

Skýr ásetningur hefur lítið að segja án markvissra skrefa og þrautseigju í átt að raunverulegum árangri. Í lotu fjögur er fjallað um leiðina að raunverulegum langtímaárangri. Umfjöllunarefni eru endurgjafarsamtöl og Agile hugarfar sem leið að þrautseigju auk þess sem þátttakendur nýta breytingastjórnunarmódelið á eigin umbreytingaráætlun. Þáttakendur ganga út úr lotunni með skýran ásetning um næstu skref og eigin takt áfram. 

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Hafi markvisst dregið saman lærdóm sinn á námskeiðinu sett sér langtímamarkmið sem hefur gildi í raunverulegu samhengi
 • Séu meðvitaðir um eigin mynstur hvað varðar úthald og þrautseigju í verkefnum og hafi gert áætlun um áframhaldandi takt, eftirfylgni og árangursmat eftir að námskeiði er lokið
 • Séu farnir að nýta Agile hugarfar og nálgun á eigin markmið og vegferð
 • Séu farnir að sjá árangur af nýrri nálgun, búnir að draga lærdóm og leiðin fram á við sé skýr
 • Hafi öðlast skilning og hæfni til að nýta eftirfarandi aðferðir og tól
  • Agile hugarfar sem leiðir að þrautseigju
  • Endurgjafarsamtöl (með sjálfum sér og öðrum)
  • Hvernig eigin styrkleikar styðja við vegferðina fram á við

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um
að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Lára Kristín Skúladóttir

Stjórnunarráðgjafi og markþjálfi

Kristrún Anna Konráðsdóttir

Teymisþjálfi, markþjálfi & verkefnastjóri


Fleiri námskeið

Ferla- og gæðastjórnun

 • Hefst:
 • Lengd: 28 klst.
 • Verð: 264.000
 • Lengri námskeið
 • |
 • Væntanlegt

Fjármál og rekstur fyrirtækja

 • Hefst: 2. mars 2022
 • Lengd: 28 klst
 • Verð: 274.000 kr.
 • Lengri námskeið
 • |
 • Skráning hafin