Rekstur|Lengri námskeið

Forysta í sjálfbærni

Áherslan á sjálfbærni hefur verið að aukast í rekstri nútímafyrirtækja á undanförnum árum. Horft er til þess að leita tækifæra sem er að finna í þeirri breyttu heimsmynd sem fyrirsjáanleg er, þar sem frumkvæði einstaklingsins skiptir höfuðmáli.

 • Næsta námskeið

  1. október 2020
  kl. 9.00 - 15.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  36 klst

 • Verð

  275.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námið

Á þessu námskeiði er leitast við að auka skilning á heildarsamhengi þess hvernig sjálfbærni fléttast saman við áhættu í rekstri fyrirtækja og hvernig tækifæri til umbóta á sviði sjálfbærni geta bætt reksturinn og aukið samkeppnishæfni fyrirtækja.

Þeir nemendur sem ljúka námslínunni hafa öðlast víðtæka yfirsýn yfir eðli þeirra áskorana sem fyrirtæki nútímans þurfa að takast á við ásamt þekkingu og verkfærum til að stuðla að jákvæðum breytingum.

Sérstaklega verður horft til mikilvægi nýsköpunar og frumkvæði einstaklingsins í að leiða umbreytingu í átt að viðskipta- og stjórnunarháttum sem betur styðja sjálfbæra þróun.

 Forysta í sjálfbærni | Opni háskólinn í HR

Meðal þess sem kennt er:

 • Saga hugmynda um sjálfbærni
 • Eðli áskorunarinnar og áhrif mannsins á jörðina.
 • Loftslagsbreytingar, vistkerfin, og til hvaða mótvægisaðgerða verður að grípa
 • Sjálfbær auðlindanýting, orkumál, framleiðsla og hringrásahagkerfið
 • Samspil umhverfislegra, hagrænna og samfélagslegra áskoranna
 • Sjálfbærnimarkið Sameinuðu þjóðanna
 • Samfélagsleg nýsköpun
 • Sjálfbærni í rekstri fyrirtækja
 • Ný viðskiptamódel
 • Breytingastjórnun,  alþjóðasamningar og skuldbindingar á sviði sjálfbærni
 • Mælikvarðar og upplýsingagjöf
 • Græn fjármögnun
 • Nýsköpun sem afl breytinga
 • Einkenni sjálfbærnileiðtoga
 • Að leiða á tímum breytinga
 • Leiðtogaþjálfun

Um Forystu í sjálfbærni

Fyrirsjáanlegar er miklar breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja og þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra á sviði sjálfbærni. Slíkar breytingar geta reynst flóknar og erfiðar en nýsköpun og forysta einstaklinga með metnað og sterkan skilning á áskoruninni getur ráðið úrslitum um lífvænleika fyrirtækja þegar fram líða stundir og hvernig til tekst hjá fyrirtækjum að aðlaga sig af breyttri heimsmynd. Þau fyrirtæki sem leggja kraft í að skilja og móta sitt hlutverk í nýjum heimi mun farnast betur en þeim sem láta hjá líða að takast á við áskorunina.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námið hentar sérfræðingum og stjórnendum innan fyrirtækja á almennum vinnumarkaði og hjá stofnunum hins opinbera og öllum þeim sem vilja leiða breytingar í átt til aukinnar sjálfbærni.

Kennsla

Fimm sérfræðingar á sviði sjálfbærni, nýsköpunar, stjórnendaþjálfunar og rekstri fyrirtækja eru leiðbeinendur námsins. Auk þeirra munu sérfræðingar og stjórnendur úr atvinnulífinu og stjórnkerfinu koma og segja dæmisögur um hvernig markviss vinna í átt á aukinni sjálfbærni og nýsköpun getur skapað fyrirtækjum og samfélögum samkeppnisforskot.

Kennsluaðferðir
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og verkefnavinnu nemenda sem er unnin á staðnum.

Próf og heimavinna
Nemendur þurfa ekki að þreyta próf og þeim er ekki sett fyrir heimavinna.

Skipulag námsins

Námið er alls 36 klst. og hefst 1. október og lýkur 6. nóvember.

Lota 1 - Umhverfið og áhrif mannsins.
Kennsla fer fram dagana 1. og 2. október frá kl. 9.00-15.00.

Lota 2 - Viðskiptamódel framtíðar.
Kennsla fer fram dagana 15. og 16. október frá kl. 9.00-15.00.

Lota 3 - Sjálfbærnileiðtoginn.
Kennsla fer fram dagana 5. og 6. nóvember frá kl. 9.00-15.00.

 

Lotur

Lota 1/3

Umhverfið og áhrif mannsins

Farið verður í grundvallahugmyndafræði á bakvið það hvað sjálfbærni er, hver er í raun áskorunin og hvaða aðgerðir og breytingar eru nauðsynlegar til að stuðla að aukinni sjálfbærni á öllum sviðum og hvaða samfélagslegu breytingar mun fylgja þeirri vegferð.
Lota 2/3

Viðskiptamódel framtíðar

Fjallað verður um hvernig sjálfbærni fléttast saman við viðskipti, rekstur og fjármögnun fyrirtækja. Hvernig fyrirtæki þurfa að takast á við breytingar og hvað nýju lausnir eru fyrirsjáanlegar sem geta haft grundvallabreytingar á rekstarskilyrði margra fyrirtækja. Hvernig ferli er það, að endurmóta framtíðarsýn og áherslur fyrirtækja og hvernig er haldið utan um árangur, markmið og mælikvarða á sviði sjálfbærni.
Lota 3/3

Sjálfbærnileiðtoginn

Í mörgum tilfellum eru breytingar drifnar áfram af kraftmiklum einstaklingum með skýra framtíðarsýn. Í þessari lotu verður fjallað um nauðsynlegt frumkvæði öflugra einstaklinga til að knýja fram breytingar í átt að sjálfbærni. Hvernig frumkvöðlahugsun og stöðug nýsköpun mun verða drifkraftur í átt að grænna hagkerfi og hvernig á að leiða slíkar breytingar innan fyrirtækja sem utan.
Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Sigurður H. Markússon

Viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun

Dr. Þóranna Jónsdóttir

Ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta

Bjarni Herrera Þórisson

Framkvæmdastjóri Circular Solutions

Hallur Þór Sigurðsson

Aðjúnkt í nýsköpunarfræðum hjá Háskólanum í Reykjavík

Gestur Pálmason

Stjórnenda- og teymisþjálfari


Fleiri námskeið

Ferla- og gæðastjórnun

 • Hefst: 17. september
 • Lengd: 28 klst.
 • Verð: 252.000
 • Lengri námskeið
 • |
 • Skráning hafin

Fjármál og rekstur fyrirtækja - fjarnám

 • Hefst: 7. október 2020
 • Lengd: 28 klst
 • Verð: 264.000 kr.
 • Lengri námskeið
 • |
 • Skráning hafin