Rekstur|Lengri námskeið

Fjármál og rekstur fyrirtækja

Námslína fyrir alla þá sem vilja dýpka þekkingu sína og og auka færni á sviði reksturs og fjármála. 

 • Næsta námskeið

  1. október 2019

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  28 klst

 • Verð

  240.000 kr.

Verkefna­stjóri

Halla Haraldsdóttir

hallah@ru.is

599 6325

Um námið

Góð fjármálaþekking snýst meðal annars um að gera áætlanir, lesa ársreikninga, meta bestu fjármögnunarleiðina, nýta sviðsmyndagreiningu og taka skynsamlegar ákvarðanir. Þetta eru meðal þeirra þátta sem fjallað er um í námslínunni en með því að ljúka henni öðlast nemendur þekkingu sem nýtist í öllum greinum atvinnulífsins.

Meðal þess sem kennt er:

 • Uppbygging rekstrar- og efnahagsreikninga og sjóðstreymisyfirlits.
 • Aðferðir við ákvarðanatöku. 
 • Næmni- og sviðsmyndagreiningar og mikilvægi frávikagreiningar.
 • Tvískipting efnahagsreiknings; fjármunir og fjármögnun.
 • Kostnaður við fjármögnun.
 • Hagkvæm samsetning skulda og eiginfjár.

Um fjármál og rekstur

Góð þekking á fjármálum bætir reksturinn, hver sem starfsemin er enda skiptir höfuðmáli að vanda gerð fjárhagsáætlana og að fylgja áætlunum og ákvörðunum eftir á virkan hátt. Að kunna skil á fjármögnun frá ýmsum hliðum gerir einstaklinga jafnframt betur í stakk búna til að stofna ný fyrirtæki.

Fyrir hverja er námskeiðið

Námið hentar öllum sem hafa áhuga á að bæta við sig þekkingu í fjármálum og rekstri, eins og til dæmis sérfræðingum sem hafa ekki fjármálabakgrunn en þurfa að koma að áætlanagerð og öðrum verkefnum á þessu sviði. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi grunn í fjármálum.

Kennsla

Kennarar námslínunnar hafa sérfræðiþekkingu á mörgum sviðum  fjármálastjórnunar eins og stefnumótun, greiningu, fjárfestingastjórnun, ákvarðanatöku, verðbréfamiðlun, hagfræði og markaðsviðskiptum. Þeir nota hagnýt og fjölbreytt verkefni sem tengjast íslensku atvinnulífi í kennslunni.

Kennsluaðferðir

Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og verkefnavinnu nemenda sem er unnin á staðnum.

Próf og heimavinna

Nemendur þurfa ekki að þreyta próf og þeim er ekki sett fyrir heimavinna.

Skipulag námsins

Námslínan er alls 28 klukkustundir. Kennt er í fjórum námslotum sem hver og ein tekur einn dag, frá kl. 9 til 16.

Kennsla hefst aftur 1. október 2019.

Lotur

Lota 1/4

Áætlanagerð 

Leiðbeinandi: Haukur Skúlason, 1. október 2019

Á námskeiðinu verður farið yfir aðferðir sem stjórnendur og sérfræðingar geta nýtt sér til að fá betri sýn á fjárhagslega afkomu sinnar deildar eða fyrirtækis. Farið verður yfir uppbyggingu rekstrar- og efnahagsreikninga og sjóðstreymisyfirlits og hvaða þættir hafa áhrif á fjárhagslega afkomu.  Áhersla verður lögð á að stilla upplýsingum upp með þeim hætti að þær séu skýrar og aðgengilegar og gefa glögga fjárhagslega sýn á reksturinn. 

 

Lota 2/4

Ákvarðanataka 

Leiðbeinandi: Jóhann Viðar Ívarsson, 8. október 2019

Ákvarðanir fyrirtækja um að festa tíma og fé í nýjum verkefnum geta reynst mjög afdrifaríkar, bæði til góðs og ills. Mikilvægt er að nota þau tól og tæki sem fjármálafræðin hefur fært fyrirtækjum til að bæta sem mest líkurnar á réttum ákvörðunum og ná fram bestu framkvæmd þeirra eftir að ákvörðun hefur verið tekin. 

Í þessu námskeiði verða helstu þrautreyndu aðferðir faglega rekinna fyrirtækja um allan heim við ákvarðanir um tækifæri í rekstri kynntar og þeim beitt á raunhæf verkefni. Kynntar eru helstu aðferðir við næmni- og sviðsmyndagreiningu til að átta sig á mikilvægustu þáttum ákvarðana og óvissunni sem þeim fylgja. Mikilvægi frávikagreiningar og eftirfylgni eftir að mikilvægri ákvörðun hefur verið hrundið í framkvæmd útskýrt og leiðbeint um framkvæmd.

 

Lota 3/4 

Fjármögnun

Leiðbeinandi: Kristján Markús Bragason, 15. október 2019

Á þessu námskeiði verður horft til tvískiptingar á efnahagsreikningi félaga. Annars vegar fjármunir og hins vegar fjármögnun. Farið verður yfir þrenns konar tegundir fjármögnunar: skuldir, hlutafé og eftirstæður hagnaður.

Mismunandi fjármögnun hentar mismunandi félögum og oftast snýst valið um magn skulda á móti framlögðu eigið fé eiganda.  Samspil þessara hluta getur verið flókið og mikilvægt að setja það niður í upphafi hvernig aðilar hyggjast fjármagna fyrirtæki. 

Farið verður yfir kostnað við mismunandi fjármögnun, hvaða rammar gilda um samspil fjármögnunar og fjárhagsleg áhrif hverrar samsetningar fyrir sig á félagið sjálft og rekstrarreikning þess. 

Þá verður kostnaður við fjármögnun skoðaður til dæmis kostnaður við útgáfu skuldapappíra, kostnaður við eigið fé og fórnarkostnaður fjármuna sem lagðir eru fram sem eigið fé félaga.  Skoðaðar verða hagkvæmustu samsetningar skulda og eiginfjár og veginn fjármagnskostnaður félaga. 

 

Lota 4/4

Lestur ársreikninga

Leiðbeinandi: Haukur Skúlason, 22. október 2019

Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig ársreikningar geta nýst til að meta fýsileika þess að fjárfesta í fyrirtækjum eða greina rekstur þeirra.  Ársreikningar eru helsta uppspretta upplýsinga um afkomu og rekstur fyrirtækja. Þekking á lestri ársreikninga gefur betri mynd af rekstri félaganna og hjálpar til við verðlagningu þeirra og þar með að meta hvort þau séu vænlegur fjárfestingarkostur.

 

 

Að námi loknu

Nemendur geta fengið staðfestingu á að hafa lokið námslínunni óski þeir eftir því.

Hagnýtar upplýsingar

 • Mælt er með því að þátttakendur hafi með sér tölvu.

 • Innifalið í verði námskeiðs er morgunkaffi, hádegismatur og eftirmiðdagshressing þá daga sem kennt er.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar og að lágmarksþátttaka náist.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Haukur Skúlason

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi

Jóhann Viðar Ívarsson

Greinandi hjá IFS Ráðgjöf

Kristján Markús Bragason

Chief Equity Analyst


Fleiri námskeið

Nýtt

Ferla- og gæðastjórnun

 • Hefst: 19. september 2019
 • Lengd: 28 klst.
 • Verð: 240.000 kr.
 • Lengri námskeið
 • |
 • Skráning hafin