Stjórnun|Lengri námskeið

Ferla- og gæðastjórnun

Nám í ferla- og gæðastjórnun er sérstaklega þróað fyrir þá sérfræðinga og stjórnendur sem vilja bæta ferla og gæðastarf sem og efla umbótastarf innan fyrirtækja og stofnana. 

 • Staða

  Væntanlegt

 • Lengd

  28 klst.

 • Verð

  264.000

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

E-mail: lindav@ru.is

Tel: 599 6341

Um námið

Með því að ljúka námslínunni hafa þátttakendur öðlast verðmæta sérfræðiþekkingu; þeir geta komið auga á tækifæri til umbóta, sýnt fram á hvernig er hægt að ná meiri hagkvæmni og betri árangri, eru með yfirsýn yfir helstu gæðastaðla, hafa þekkingu á ferlastjórnun og virðisgreiningum og eru færari í stjórnun verkefna.

Meðal þess sem kennt er:

 • Aðferðir til að virðisgreina og nýta mælingar og gögn.
 • Helstu aðferðir, staðlar og líkön á sviði gæða- og verkefnastjórnunar.
 • Val og innleiðing á stjórnunaraðferðum við hæfi.
 • Val og innleiðing á stjórnunarstöðlum og hagnýt ráð við notkun á útbreiddum stöðlum.
 • Umbótastarf: Helstu hugtök, uppbygging og mælingar. Fjallað er um PDCA og A3, Kaizen, Gemba, Fiskibein (Ishikawa), flæði, 5 kvarðar stöðugra umbóta, SCARFR, og fleira.

Um ferla- og gæðastjórnun

Öll starfsemi byggist á ákveðnum ferlum. Ferlastjórnun er aðferðafræði þar sem er sífellt verið að mæla þessa ferla og endurskoða svo að hægt sé að stýra þeim á sem bestan hátt. Í ferlastjórnun eru notuð ákveðin tæki og tól til að sjá hvar má bæta reksturinn - eitthvað sem er viðvarandi verkefni. Með virkri stýringu á ferlum verða allar breytingar í starfseminni og innleiðing á nýjungum mun auðveldari og ánægja starfsfólks og viðskiptavina meiri.

Fyrir hverja er námskeiðið

Námið hentar sérfræðingum og stjórnendum innan fyrirtækja á almennum vinnumarkaði og hjá stofnunum hins opinbera.   

Kennsla

Þrír sérfræðingar í ferlastjórnun og gæðastjórnun kenna námslínuna. Þau búa yfir fjölbreyttri reynslu og starfa sem gæðastjóri, verkefnastjóri og verkefnastjóri stöðugra umbóta hjá framsæknum fyrirtækjum hér á landi.

Kennsluaðferðir

Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og verkefnavinnu nemenda sem er unnin á staðnum.

Próf og heimavinna

Nemendur þurfa ekki að þreyta próf og þeim er ekki sett fyrir heimavinna.

Skipulag námsins

Kennt er í fjórum lotum, 7 klst hvor frá kl. 9 - 16. 
Námið er hannað sem staðarnám, en vegna Covid aðstæðna verður fyrirkomulagið sveigjanlegt.
Fyrirkomulag kennslu í hverri lotu fer eftir Covid aðstæðum í samfélaginu hverju sinni.

Fimmtudaginn 20. janúar - kl 9-16 - Kennsla í gegnum Zoom

Fimmtudaginn 27. janúar - kl 9-16 - Fyrirkomulag auglýst síðar

Fimmtudaginn 3. febrúar - kl 9-16 - Fyrirkomulag auglýst síðar

Fimmtudaginn 10. febrúar - kl 9-16 - Fyrirkomulag auglýst síðar

Námslínan er alls 28 klukkustundir. Kennt frá kl. 9 til 16.

Opni háskólinn í HR fylgir og vinnur eftir reglugerðum um sóttvarnir.

Við erum sveigjanleg og tæknilega undir það búin ef þátttakendur komast ekki á staðinn vegna Covid ástæðna og bjóðum upp á streymi ef svo er.

Lotur

Lota 1/4

Stjórnun gæða og verkefna

Stjórnun gæða og verkefna innan fyrirtækja og stofnana getur haft megináhrif á árangur þeirra. Skilvirk notkun á hvoru tveggja getur tryggt hagkvæman rekstur, ánægju viðskiptavina, starfsfólks og annarra lykilhagsmunaaðila. Á þessu námskeiði fá þátttakendur innsýn í mismunandi nálganir á gæðastjórnun og verkefnastjórnun.

Á þessu námskeiði fá þátttakendur innsýn í mismunandi nálganir á gæðastjórnun og verkefnastjórnun. 

Meðal þess sem farið verður yfir: 

 • Megintilgangur og ávinningur af notkun gæða- og verkefnastjórnunar.
 • Alþjóðlegar viðurkenningar á sviði gæða- og verkefnastjórnunar. Hvað er verðlaunað fyrir og afhverju?
 • Stjórnun og forgangsröðun verkefna og verkefnasafna.
 • Grundvallarhugtök og hagnýt ráð við notkun á útbreiddum stöðlum og líkönum ss. ISO9001 (gæði), ÍST:85 (jafnlaunavottun), IPMA verkefnalíkön, EFQM líkan (European Foundation for Quality Management) og Shingo afburðalíkan (Lean).
 • Þróun og samþætting helstu gæðastaðla og líkana síðastliðinn áratug.
 • Val og innleiðing á stjórnunarstöðlum.

Í lok námslotunnar hafa þátttakendur:

 • Öðlast yfirsýn yfir helstu aðferðir, staðla og líkön á sviði gæða- og verkefnastjórnunar.
 • Öðlast aukna færni til að velja stjórnunaraðferð við hæfi og innleiða á árangursríkan hátt.

Leiðbeinandi: Agnes Hólm Gunnarsdóttir.

Lota 2/4

Stjórnun ferla og virðis

Á þessu námskeiði verður farið yfir hagnýtar aðferðir við að greina og stjórna ferlum. Ein af þeim aðferðum er virðisgreining (e. Value Stream Mapping) sem er mjög hagnýt við ferlagreiningu.

Með þessu öfluga verkfæri eru ferlin möppuð upp frá viðskiptavini til birgja, bæði hvað varðar efni og upplýsingar. Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig fyrirtæki geta greint núverandi ástand, framtíðarástand og fullkomið ástand fyrirtækja með því að útbúa kort fyrir hvert stig. Kortin eru greind, aðgerðaáætlun útbúin og tillögur að umbótaverkefnum settar upp.

Helstu hugtök og aðferðir sem farið verður yfir á námskeiðinu:

 • 10 skrefa leið til að virðisgreina
 • Stofnskrá og umfang
 • Núverandi ástand
 • Framtíðarástand
 • Fullkomið ástand
 • Verkefnaval
 • Aðgerðaráætlun
 • SIPOC ferlagreining
 • Mælingar og gögn
 • Flæðirit
 • Customer vs. Provider greining

Leiðbeinandi: Viktoría Jensdóttir.

Lota 3/4

Stjórnun umbóta

Stöðugar umbætur fjalla um það að skipulagsheildir, fyrirtæki og stofnanir, séu ásamt starfsmönnum, að virkja sem flesta í því að horfa til þess að gera betur, til hagsbóta fyrir viðskiptavininn. Það er gert með því að eyða sóun og hanna skilvirkara verklag.

Mikilvægt er að starfsmenn séu virkjaðir og hlustað sé á þeirra hugmyndir og þeim hrint í framkvæmd. Þessi nálgun er líkleg til að skapa eignarhald starfsmanna og bæta starfsánægju. 

Umbótafræði snúast að mestu leyti um þær aðferðir sem eru notaðar til ofangreindra hluta. Fjallað er um nokkur verkfæri umbótafræðanna og settar fram leiðbeiningar um hagnýta nálgun á umbótastarfi og hvernig megi nálgast viðfangsefnin. Lean er ekki eina hugmyndafræðin sem hefur verið sett fram um hvernig megi ná bættum árangri, eyða sóun og hanna ferla. Farið er yfir umbótastarf á breiðum grunni. 

Lotan skiptist í þrjá meginhluta:

 • Fyrst verður fjallað um hvernig nálgast megi umbótastarf á skipulegan hátt. 
 • Hvernig má byggja upp og mæla umbótastarf út frá ákveðnum þáttum
 • Umbótaverkfæri og raundæmi

Helstu hugtök og aðferðir sem farið verður yfir á námskeiðinu:

 • PDCA og A3
 • Kaizen
 • Gemba
 • 5S
 • Sýnileg stjórnun
 • Fiskibein - Ishikawa
 • Flæði
 • Hlusta, sjá og tengja
 • 5 Kvarðar stöðugra umbóta
 • SCARFR

Leiðbeinandi: Hjálmar Eliesersson.

Lota 4/4

Stjórnun teyma

Það er lykilatriði að fá starfsmenn að borðinu í allri innleiðingu svo hún mistakist ekki. Það er ekki nóg að hafa bestu ferlana.

Á þessu námskeiði verður unnið áfram með innleiðingu, hvernig best er að hefja innleiðingu, utanumhald og  eftirfylgni. Skoðað verður hvernig hægt sé að breyta menningu með aðferðum eins og samræmingu á frammistöðu (e. Performance management), sjónrænni stjórnun og staðlaðri vinnu. 

Jafnframt verður komið inn á breytingastjórnun og farið yfir módel eins og Kotter módelið, Scarf módelið og Hammers. Þá verður farið yfir mikilvæg þess að læra af mistökum og hvernig hægt sé að nota “pdca coaching” til þess. 

Markmið þessa námskeið er að veita þátttakendum tæki og tól til að breyta menningu hjá sér með teymum og starfsmönnum. Í lok dags munu nemendur vinna að aðgerðaráætlun fyrir sig. 

Leiðbeinendur: Agnes Hólm Gunnarsdóttir, Viktoría Jensdóttir og Hjálmar Eliesersson.

Að námi loknu

Nemendur geta fengið staðfestingu á að hafa lokið námslínunni óski þeir eftir því.

Hagnýtar upplýsingar

 • Innifalið í verði námskeiðs er morgunkaffi og hádegismatur. 
 • Allt námsefni er innifalið og aðgengilegt nemendum á kennsluvef Háskólans í Reykjavík.
 • Nokkrum dögum fyrir námskeið fá þátttakendur sendan tölvupóst með helstu upplýsingum. 
Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Agnes Hólm Gunnarsdóttir

Gæðastjóri Verkís

Hjálmar Eliesersson

Verkefnastjóri stöðugra umbóta hjá Rúmfatalagernum

Viktoría Jensdóttir

Global Program/Project Manager hjá Össuri


Fleiri námskeið

Fjármál og rekstur fyrirtækja

 • Hefst: 2. mars 2022
 • Lengd: 28 klst
 • Verð: 274.000 kr.
 • Lengri námskeið
 • |
 • Skráning hafin