Tækni|Lengri námskeið

Árangursrík tæknistjórnun

Becoming an Effective Technology Executive

Námskeið fyrir þá sem vilja efla sig sem stjórnendur í tækni - eða upplýsingatækni. 

 • Næsta námskeið

  Vorönn 2022
  kl. 09.00 - 16.00

 • Staða

  Væntanlegt

 • Lengd

  42 klst.

 • Verð

  390.000 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námið

Stjórnun tækni- eða upplýsingatæknideildar er mjög frábrugðin stjórnun þróunardeildar. Ábyrgðarsviðið er mun víðara og krefst ekki aðeins þekkingar á tækni, heldur einnig lögfræði, fjármálum og stefnumótun. Markmið námskeiðsins eru að búa þátttakendur helstu þekkingu, hæfni og tækni sem hlutverk tækni- og UT-stjórnanda útheimtir.

Þættir

 • UT-stefnumótun – áhersla á aðferðir og hugmyndir við mótun UT-stefnu sem miða að samþættingu við stefnu fyrirtækisins og samræmingu á tækni starfseminnar. Hefðbundin líkön Porters, Gartners o.fl. höfð til hliðsjónar. 
 • Þróun afhendingaraðferða – farið yfir þróun ólíkra afhendingaraðferða (kerfismiðaðrar, verkefnismiðaðrar, tvíþættrar, vörumiðaðrar) í gegnum árin og ekki síst hvaða aðferðir eiga við í hverju tilfelli.
 • UT-stjórnun – hvað er UT-stjórnun og hver eru tengsl hennar við fyrirtækjastjórnun? COBIT og almenn áhættustjórnun verða meðal umfjöllunar.
 • Fjármálastjórnun og kostnaðarskipting – UT og fjármál, OPEX vs CAPEX og mismunandi aðferðir við að endurheimt UT-kostnað frá fyrirtækinu. 
 • Samningastjórnun og samningatækni – samningalæsi. Hvaða atriðum í samningi er mikilvægt að skima eftir og hvaða aðferðir skila mestum árangri í samningum við seljendur.samningalæsi. 
 • Samskipti við stjórnendur –það er mikilvægt að kunna að nálgast helstu hagsmunaaðila og skilja afstöðu þeirra. Að kunna að stýra væntingum og koma erindum á framfæri (sögur eru áhrifaríkar) eru nauðsynlegir þættir í árangursríkri UT-stjórnun.

Fyrir hverja er námið

Námskeiðið hentar hverjum þeim sem vinnur við tækni eða upplýsingatækni og stefnir á stjórnun eða leiðtogahlutverk í greininni.

Kennsla

Námskeiðið skiptist í sex lotur og er sambland af fræðilegri og hagnýtri þekkingu. Þátttakendur leysa raunhæf verkefni, taka þátt í umræðum og deila þekkingu sín á milli. Námskeiðið er kennt á ensku.

Skipulag

Námskeiðið verður kennt í Opna háskólanum kl. 09:00 - 16:00 dagana:

Hæfniviðmið námskeiðsins í heild og einstakra þátta þess:

Fræðilegur og hagnýtur skilningur á viðfangsefninu og verkfærasett sem þú getur notað í vinnunni strax á morgun.

Þættir

Hæfniviðmið

UT-stefnumótun Hæfni til að leiða og stýra mótun UT-stefnu í flútti við hagræna hvata og markmið starfseminnar.
Þróun afhendingaraðferða Glöggur skilningur á kostum og göllum mismunandi afhendingaraðferða og hæfni til að þekkja og velja þá aðferð sem best hentar fyrirtækinu þínu.
UT-stjórnun Yfirlit um stjórnun fyrirtækja, hlutverk UT-stjórnunarstefnu, bygging og aðferðir við UT-áhættustjórnun.
Fjármálastjórnun og kostnaðarskipting

Almenn hæfni í fjármálastjórnun með áherslu á þróun og stjórnun UT-fjármála og ákvarðanataka í sambandi við fjármögnun UT-kostnaðar.

Að auki muntu kunna að leiða þróun líkans um endurheimt/skiptingu UT-kostnaðar.

Samningastjórnun og samningatækni Þú kannt að byggja upp, yfirfara og gera samninga milliliðalaust (eða í samstarfi við innkaup) við helstu birgja. Þú áttar þig á muninum á samningsfasa og stjórnunarfasa samnings og skilur gildi árangursríks samstarfs.
Samskipti við stjórnendur Þú kannt að nálgast og umgangast helstu hagsmunaaðila og yfirmann þannig að UT-deildin sé talin til samstarfsaðila en ekki birgis.

See English version here.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Riaan Dreyer

Framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka


Fleiri námskeið

Ferla- og gæðastjórnun

 • Hefst:
 • Lengd: 28 klst.
 • Verð: 264.000
 • Lengri námskeið
 • |
 • Væntanlegt

Fjármál og rekstur fyrirtækja

 • Hefst: 2. mars 2022
 • Lengd: 28 klst
 • Verð: 274.000 kr.
 • Lengri námskeið
 • |
 • Skráning hafin