Yuen Wei Chew

Sérfræðingur hjá Fitch Learning í London

Yuen hefur kennt fyrir Fitch Learning síðan árið 2006 og hefur aðsetur í London. Hann öðlaðist reynslu af bankastarfsemi í London, New York og Sydney. Hann starfaði í áratug sem miðlari hjá Lehman Bros. og síðar sem sérfræðingur hjá Credit Suisse First Boston. Einnig hefur hann starfað sem yfirmaður í eignastýringu hjá Gordian Knot.

Yuen hefur mikla reynslu af þjálfun starfsmanna, á öllum stigum stjórnunar, í lánamálum og þjálfar hann sérfræðinga meðal annars í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Miðausturlöndum, Singapore og Ástralíu. Mörg námskeiða hans eru hönnuð sérstaklega fyrir fyrirtæki og endurspegla svæðisbundinn markað og viðskiptavini þeirra.