Viktoría Jensdóttir

Global Program/Project Manager hjá Össuri

Viktoría er iðnaðarverkfræðingur og starfar hún sem Global Program/Project manager hjá Össuri. Hún hefur starfað í hlutverkum tengdum stöðugum umbótum sl. 12 ár hjá Landspítalanum, Símanum, Össuri og Alcoa. 

Viktoría hefur einnig verið að kenna gæðastjórnun og straumlínustjórnun við HÍ og HR. Auk þess að halda námskeið hjá hinu ýmsu fyrirtækjum á Íslandi. 

Hún er annar eigandi Lean Ísland ráðstefnunnar og heldur úti vefsíðunni Lean.is þar sem hún deilir myndböndum og fróðleik fyrir lesendur síðunar. 

Viktoría er með ACC vottun í markþjálfun og hefur mikinn áhuga á því að sjá hvernig öll tól og tæki vinna saman að stöðugum umbótum.