• Þórdís Jóna Sigurðardóttir

Þórdís Jóna Sigurðardóttir

Stofnandi Manifesto, leiðtogaþjálfun og ráðgjöf

Þórdís hefur víðtæka reynslu af rekstri og stjórnun fyrirtækja, bæði sem fjárfestir, ráðgjafi og framkvæmdastjóri. Hún hefur að mestu fengist við umbreytingarverkefni og hlaut meðal annars verðlaun fyrir Byltingu í stjórnun frá Viðskiptaráði Íslands árið 2019.

Þórdís starfaði í Háskólanum í Reykjavík og var lektor í stefnumótun og stjórnun en einnig forstöðumaður MBA-náms. Þórdís sat einnig í háskólaráði HR.

Þórdís hefur unnið sem ráðgjafi fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og í flestum geirum. Hún var framkvæmdastjóri hjá Capacent og í Hjallastefnunni sem á og rekur 18 skóla.

Þórdís er með BS-próf í stjórnmálafræði frá HÍ, MA-próf í félagsfræði frá sama skóla og MBA-próf frá Vlerick Business School.

Þá er Þórdís heilsuráðgjafi frá Integrative Nutrition auk þess að vera markþjálfi.