• Sue Langley

Sue Langley

Ráðgjafi, þjálfari og framkvæmdastjóri Langley Group

Sue Langley er alþjóðlegur fyrirlesari, þjálfari og leiðandi ráðgjafi í hagnýtri nálgun á tilfinningagreind, jákvæðri sálfræði og taugavísindum (e. neuroscience). Hún er einnig stofnandi og framkvæmdastjóri Langley Group sem sérhæfir sig í að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að innleiða jákvæðar breytingar. Langley Group var stofnað árið 2002 og hefur fyrirtækið starfandi ráðgjafa í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Bretlandi og Evrópu.

Sue hefur kennt þúsundum stjórnenda, leiðtoga og ráðgjafa víða um heim hvernig megi efla greind þegar kemur að tilfinningum. Hún er með meistaragráðu í taugavísindum, BA gráðu í sálfræði og hefur lært jákvæða sálfræði í Harvard.