Sóley Kristjánsdóttir

Stjórnendamarkþjálfi

Sóley er ACC vottaður stjórnendamarkþjálfi frá Opna Háskólanum í HR með MS í mannauðsstjórnun og BA í sálfræði.

Sóley starfar sem stjórnendamarkþjálfi (e. executive coach) og leiðbeinandi. Hún hefur margra ára reynslu af mannauðsmálum og starfsmannasamtölum, m.a. sem forstöðumaður og mannauðsstjóri. Þá hefur hún veitt stjórnendum ráðgjöf og þjálfun varðandi mannauðsmál í nokkur ár, auk þess að vera eigin atvinnurekandi.

Í meistararannsókn sinni í mannauðsstjórnun fjallaði Sóley um upplifun stjórnenda og starfsfólks á starfsmannasamtölum. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar hannaði Sóley námskeiðið með að leiðarljósi að veita stjórnendum stuðning og þjálfun til að nýta starfsmannasamtöl á skilvirkan og árangursríkan hátt fyrir starfsfólk sitt og -umhverfi. Hún notar einfaldar aðferðir úr markþjálfun til að tryggja að þátttakendur geti tileinkað sér námsefnið og hagnýtt það í störfum sínum.