Sigríður Þrúður Stefánsdóttir

Ráðgjafi

Sigríður Þrúður er ráðgjafi á sviði mannauðsstjórnunar og stefnumótunar hjá FranklinCovey. Hún hefur komið að öllum verkþáttum mannauðsstjórnunar, frá ráðningum til starfsloka, til að mynda kjaramálum, þjálfun og starfsþróun, gerð frammistöðumats, endurgjöf og ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks og innleiðingu markþjálfunar. Sigríður Þrúður hefur starfað sem mannauðsstjóri og mannauðssérfræðingur hjá Marel á Íslandi, sem forstöðumaður Ferðamálaskólans í Kópavogi og er stofnandi og ráðgjafi hjá HRM rannsóknir og ráðgjöf, sem sérhæfir sig í mannauðsráðgjöf. Hún hefur leitt fjölmörg ráðgjafaverkefni á sviði mannauðs og ferðaþjónustu, m.a. gerð þarfagreiningar fyrir fræðslu og þjálfun í ferðaþjónustu, stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir sveitarfélög og gerð stjórnendahandbókar um starfsmannamál.

Sigríður Þrúður lærði ferðamálafræði og stjórnun við University of Strathclyde, er með MSc í stjórnun og stefnumótun með áherslu á mannauðsstjórnun frá HÍ, kennsluréttindi frá HÍ og markþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu af kennslu og námskeiðshaldi við mismunandi skóla hérlendis.