Riaan Dreyer
Framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka
Riaan er með yfir 20 ára reynslu af innleiðingu hugbúnaðar, áætlanagerð og stjórnun breytinga frá sjónarhóli ráðgjafa, hugbúnaðarveitanda og stjórnanda. Hann flutti til Íslands 2016 og gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka. Riaan er með mastersgráðu í upplýsingatækni frá Pretoria-háskólanum í Suður-Afríku og BSc-gráðu í tryggingastærðfræði frá sama háskóla. Hann hefur kennt Advanced Project Management & eCommerce við Háskólann í Jóhannesarborg.