Pétur Arason
Chief challenger of status quo hjá Manino. MSc
Pétur Arason er Chief challenger of status quo hjá Manino. Hann lauk MSc í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Álaborg.
Pétur starfaði í 9 ár hjá Marel, síðast sem Global Innovation Program Manager. Þar áður starfaði hann m.a. hjá Flextronics í Danmörku og sem viðskiptaráðgjafi hjá ParX.
Sérsvið Péturs eru nýsköpun í stjórnun fyrirtækja (e. management innovation), stefnumótun og innleiðing stefnu, straumlínustjórnun (e. lean) og aðferðir tengdar fyrirtækjakerfum, ferlastjórnun og stöðugum umbótum.