• Páll Melsted Ríkharðsson

Dr. Páll Ríkharðsson

Dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík

Páll lauk doktorsprófi í viðskiptafræði árið 1997 frá Háskólanum í Árósum og starfaði sem manager og senior manager hjá PricewaterhouseCoopers í Kaupmannahöfn á árunum 1994 til 2000. Þá tók hann við stöðu dósents í reikningshaldi og upplýsingatækni við Háskólann í Árósum þangað til 2007. Frá 2007 til 2013 starfaði Páll sem ráðgjafi hjá fyrirtækjunum SAS Institute, PwC og Herbert Nathan & Co í Kaupmannahöfn. Frá 2012 tók Páll við fullri stöðu dósents við Háskóla Reykjavíkur og varð prófessor og deildarforseti 2016. Páll hefur birt fjölda bóka og greina um m.a. upplýsingastjórnun, viðskiptagreind, stjórnunarreikningsskil og innra eftirlit.