Páll Jensson

Prófessor í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík og sviðsstjóri á fjármála- og rekstrarverkfræðisviði.

Páll er með M.Sc. í Iðnaðarverkfræði frá Danmarks Tekniske Höjskole 1972 og PhD gráðu í aðgerðarannsóknum frá sama skóla 1975.

Sérsvið hans er reiknilíkanagerð m.a. á sviði áætlanagerðar, rekstrarstjórnunar, arðsemimats, spálíkana, tölfræði, bestunar og hermunar. 

Páll hefur um langt árabil kennt endurmenntunarnámskeið m.a. á sviði áætlanagerðar, rekstrarstjórnunar, arðsemimats og gerð viðskiptaáætlana.