María Ellingsen

Leikkona, leikstjóri og ráðgjafi

María Ellingsen er með BA gráðu í leiklist frá New York háskólanum og starfar sem leikari, leikstjóri og höfundur og kennari. Hún er með margra ára reynslu sem stjórnendaþjálfari og fyrirlesari og hefur kennt á fjölda námskeiða í Opna háskólanum í HR, í akademískum deildum skólans og hjá Capacent. María hefur unnið með námsefni FranklinCovey síðan 2007 og námskeið hennar Framkoma og ræðumennska þar sem hún nýtir leiklistartækni til að efla fólk í að tjá sig á áhrifaríkan hátt hefur verið gríðarlega vinsælt.