Magnús Hrafn Magnússon

Hæstaréttarlögmaður

Magnús hefur starfað sem lögmaður frá árinu 2006. Samhliða lögmannsstörfum hefur hann sinnt kennslu. Hefur hann meðal annars kennt félagarétt, þar með talið reglur um ábyrgð og skyldur stjórnarmanna, frá árinu 2009. Fyrst sem stundakennari við Háskóla Íslands og síðan sem umsjónarkennari í félagarétti við Háskólann í Reykjavík frá haustinu 2012. Hann hefur jafnframt starfað sem stundakennari í vörumerkjarétti og samningarétti við Háskóla Íslands auk þess að kenna á námskeiði til öflunar réttinda sem verðbréfamiðlari. Hann öðlaðist málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti í janúar 2014. Hann starfar nú hjá Sigurjónsson og Thor ehf.  lögmannsstofu.