Magga Dóra Ragnarsdóttir

Stafrænn hönnunarstjóri

Magga Dóra hefur unnið við hugbúnaðargerð frá því fyrir aldamót. Hún er tölvunarfræðingur með bakgrunn í sálfræði og hefur því talað máli notandans í öllum þeim teymum sem hún hefur unnið í.  Síðustu 6 ár hefur hún búið í Bandaríkjunum þar sem hún vann við upplifunarhönnun (experience design) hjá hönnunarstofunni Mad*Pow í Boston, Massachusetts. Á vegum MadPow vann hún verkefni fyrir fjölda fyrirtækja, þar á meðal alþjóðlegra stórfyrirtækja í fjártækni, heilbrigðistækni og menntun.