Lára Óskarsdóttir

PCC stjórnendamarkþjálfi

Lára lauk B.Ed. próf frá HÍ 2008 og diplomanámi í mannauðsstjórnun frá EHÍ. Hún hefur einnig lokið námi í stjórnendamarkþjálfun (e. Executive coaching) frá Opna háskólanum í HR og Coach University. Lára er með PCC vottun frá International Coach Federation. Árið 2016 lauk hún námi í Straumlínustjórnun (Lean management) frá Opna háskólanum í HR. 

Lára rak sitt eigið fyrirtæki til ársins 1994 en söðlaði þá um. Um árabil starfaði hún sem kynningarstjóri fyrir Íþrótta- og Ólympíusambandið og Ungmennafélag Íslands. Hún starfaði sem Dale Carnegie þjálfari fram til ársins 2013. Lára hefur mikla reynslu af kennslu, þjálfun og námskeiðahaldi og hefur m.a. starfað með stjórnendum og starfsmönnum fjölda fyrirtækja og stofnanna á Íslandi. Lára þýddi bókina Meira sjálfstraust eftir Paul McGee, 2010.