• Agile verkefnastjórnun

Lára Kristín Skúladóttir

Stjórnunarráðgjafi og markþjálfi

Lára Kristín er stjórnunarráðgjafi, leiðtoga- og teymisþjálfi og lóðs. Hennar sýn er að efla tilfinningalegt öryggi og sjálfstraust fólks á vinnustað með það að leiðarljósi að ýta undir vellíðan, sköpunargleði og sameiginlegan árangur. Lára hefur á undanförnum árum unnið að fjölbreyttum verkefnum í samvinnu við stjórnendur, verkefnastjóra og starfsfólk fyrirtækja. Þar á meðal lóðsað stefnumótun, hannað og leitt stjórnendamót og starfsdaga, leitt stjórnendur og verkefnahópa í stefnumarkandi ákvarðanatöku, haldið ýmiss konar vinnustofur m.a. hönnunarspretti fyrir verkefnateymi í stafrænum verkefnum, leitt teymi í sjálfsskoðun og styrkleikavinnu og þjálfað stjórnendur í að stíga betur inn í hlutverk þjónandi leiðtoga. Lára er sjálfstætt starfandi í dag en starfaði áður sem stjórnunarráðgjafi, markþjálfi og Lean sérfræðingur hjá VÍS, sem greinandi og sérfræðingur í gæðamálum hjá Arion banka og sem stjórnunarráðgjafi hjá ParX. Lára er með MSc gráðu í alþjóðastjórnun og markaðsfræði frá Copenhagen Business School og er markþjálfi frá Evolvia.