• Verkefnastjórnun í upplýsingatæknilegum verkefnum

Lára Kristín Skúladóttir

Stjórnunarráðgjafi og markþjálfi

Lára Kristín er stjórnunarráðgjafi og markþjálfi. Hún hefur komið að fjölbreyttum verkefnum sem ráðgjafi, lóðs og teymisþjálfi í samvinnu við hagsmunaaðila verkefna og verkefnastjóra og stutt þannig við stefnumarkandi ákvarðanatöku fyrir lykilferli. Lára hefur einnig haldið vinnustofur og hönnunarspretti fyrir verkefnateymi í stafrænum verkefnum, leitt teymi í sjálfsskoðun og styrkleikavinnu, markþjálfað einstaklinga samhliða teymisþjálfun og þjálfað stjórnendur í að stíga betur inn í hlutverk þjónandi leiðtoga. Hún starfar nú hjá VÍS, hefur áður meðal annars sinnt hlutverkum greinanda og sérfræðings í gæðamálum á UT sviði Arion banka og vann sem stjórnunarráðgjafi hjá ParX .