• Mjúkur málin eru grjóthörðu málin

Kristrún Anna Konráðsdóttir

Teymis- & markþjálfi

Kristrún Anna er teymis- & markþjálfi. Hún hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki og teymum að takast á við & leiða breytingar í síbreytilegu og flóknu umhverfi dagsins í dag. Kristrún er vottaður “Fearless Organization Practitioner” (og hefur þaðan leyfi til að nýta rannsóknar tól byggt á áratuga rannsóknum Amy Edmondson til að mæla og ræða um sálrænt öryggi í teymum).

Kristrún hefur þjálfað teymi í átt að meiri árangri og gleði, leitt árangursrík tækniverkefni auk þess að hanna og leiða vinnustofur og hönnunarspretti. Kristrún er sjálfstætt starfandi og vinnur að fjölbreyttum verkefnum sem miða öll að því að efla og styrkja fólk & teymi. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri/ráðgjafi hjá VÍS, verkefnastjóri hjá Skapalóni og sem markaðsstjóri hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér heima og í Bretlandi. Kristrún er ACC vottaður markþjálfi, MPM frá HR og rekstrarfræðingur frá HA.