Kristján Sturluson
Sveitarstjóri Dalabyggðar
Kristján er sveitarstjóri Dalabyggðar. Hann hefur langa og víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum. Hann var sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar 2013 til 2016 og gegndi starfi framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi um átta ára skeið fyrir það. Þar áður var hann framkvæmdastjóri mannauðs- og umhverfismála hjá Norðuráli á Grundartanga, skrifstofustjóri innanlandsskrifstofu Rauða krossins og starfsmannastjóri Hagkaups.
Kristján hefur einnig gengt stöðu framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Íslands, starfað sem sérfræðingur fyrir dómsmálaráðuneytið og við kennslu m.a. í MPA-námi í Háskóla Íslands.
Kristján er félagsráðgjafi að mennt frá Háskóla Íslands og með BA próf í sálfræði frá sama skóla. Auk þess er hann Cand.psych. frá Háskólanum í Árósum og hefur lokið MBA-prófi frá Háskóla Íslands.