• Kristján Sturluson, sveitastjóri Dalabyggðar

Kristján Sturluson

Sveitarstjóri Dalabyggðar

Kristján er sveitarstjóri Dalabyggðar. Hann hefur langa og víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum. Hann var sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar 2013 til 2016 og gegndi starfi framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi um átta ára skeið fyrir það. Þar áður var hann framkvæmdastjóri mannauðs- og umhverfismála hjá Norðuráli á Grundartanga, skrifstofustjóri innanlandsskrifstofu Rauða krossins og starfsmannastjóri Hagkaups.

Kristján hefur einnig gengt stöðu framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Íslands, starfað sem sérfræðingur fyrir dómsmálaráðuneytið og við kennslu m.a. í MPA-námi í Háskóla Íslands.

Kristján er félagsráðgjafi að mennt frá Háskóla Íslands og með BA próf í sálfræði frá sama skóla. Auk þess er hann Cand.psych. frá Háskólanum í Árósum og hefur lokið MBA-prófi frá Háskóla Íslands.