Kristján Ingi Mikaelsson

Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs Íslands

Kristján Ingi Mikaelsson er framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs Íslands en hann hefur í gegnum tíðina hrint af stað fjölda verkefna sem snúa m.a. að opnun gagna, eflingu lýðræðis og auknu upplýsingaflæði í aðdraganda kosninga. Hann hefur einnig verið virkur í uppbyggingu forritunarsamfélagins og var einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar JSConf Iceland og tæknistyrktarsjóðnum Community Fund. Kristján hefur tekið virkan þátt í frumkvölastarfi hérlendis og bjó hann um tíma í Kísildalnum með nýsköpunarfyrirtækið sitt.

Kristján sendi sína fyrstu Bitcoin færslu árið 2013 og hefur allar götur síðan haft mikinn áhuga á rafmyntum og undirliggjandi tækni. Kristján hefur flutt tugi fyrirlestra um rafmyntir og bálkakeðjur gegnum árin og opnaði hann m.a. fjártæknilínu UT-Messunar 2019 ásamt að því að tala á Vorráðstefnu RB sama ár.