• Kristín Sigurðardóttir portrett

Kristín Sigurðardóttir

Slysa- og bráðalæknir

Kristín er slysa-og bráðalæknir. Hún hefur alla tíð sem læknir sinnt heilsueflingu og forvörnum. Hún er flökkusál og hefur starfað víða, bæði á Íslandi og erlendis.
Kristín er aðjúnkt við Læknadeild HÍ, kennir Samskiptafræði við Læknadeild og er formaður fræðslustofnun Læknafélags Íslands.
Einkunnarorð Kristínar eru að lifa lífinu lifandi. Hún rekur fyrirtækið Á heildina litið sem stendur reglulega fyrir málþingum og námskeiðum, þar sem fókuserað er á heildræna nálgun, á líðan og heilsu.
Seiglu- og streituráðin hennar, sem hún kallar H-in til heilla, eru henni sérstaklega hugleikin.
Hún nýtur þess að vera úti í náttúrunni og hefur verið fararstjóri í heilsu-og menningartengdum ferðum á vegum Mundo.