• Portrett Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Framkvæmdastjóri Flow nýsköpunarfyrirtækis

Kristín Hrefna Halldórsdóttir er framkvæmdastjóri Flow sem er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem framleiðir hugleiðsluhugbúnað fyrir sýndarveruleika. Áður starfaði hún sem Business Analyst í Data & Analytics teymi hjá Valitor og hjá Meniga en þar starfaði hún sem viðsiptastjóri í Business development deild fyrirtækisins. Þar þróaði hún meðal annars markaðslausnir Meniga í samstarfi við viðskiptavini fyrirtækisins á Íslandi ásamt því að afla nýrra viðskiptavina. Hún var tilnefnd til verðlauna sem „Data science professional of the year” hjá Women in Technology & Data Awards. Á árunum frá 2007 til 2010 starfaði hún sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og hélt utanum starf borgarstjórnarflokksins, skipulagði starfið með oddvitum hans á erfiðum tímum. Kristín er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og er BA í stjórnmálafræði frá sama skóla.