• Ketill Berg Magnússon

Ketill Berg Magnússon

Mannauðsstjóri Marel á Íslandi

Ketill Berg er mannauðsstjóri Marel á Íslandi, stjórnendamarkþjálfi og kennari í viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð við HR. Hann hefur yfir 10 ára reynslu sem mannauðsstjóri og sem stjórnendaráðgjafi. Ketill hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, s.s. stjórnarsetu í félagasamtökum, fagfélögum og fyrirtækjum. Ketill er með MBA frá ESADE í Barcelona 2008, MA í heimspeki með sérhæfingu í viðskiptasiðfræði frá University of Saskachewan í Kanada 1997 og BA frá Háskóla Íslands 1993. Ketill Berg var framkvæmdastjóri Festu, félags um samfélagsábyrgð fyrirtækja, um árabil.