• Jón Þorsteinn

Jón Þorsteinn Sigurðsson

Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks

Jón Þorsteinn hefur starfað sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks frá árinu 2011 þegar lög um réttindagæslu voru sett fyrst. Hann tók við sem yfirmaður réttindagæslumanna árið 2020. Hlutverk réttindagæslumanna er að vera fötluðu fólki innan handar um hverskyns réttindagæslu skv. lögum 88/2011.

Jón Þorsteinn er menntaður þroskaþjálfi og lýkur MPA-námi í opinberri stjórnsýslu haustið 2021. Einnig hefur Jón sótt sérnám hjá National University of Ireland, varðandi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur jafnframt sótt námskeið og fræðslu er snýr að réttindagæslu fyrir fatlað fólk í Englandi hjá Specialist Communication Techniques.