Ingvar Bjarnason
Véla- og iðnaðarverkfræðingur, sjálfstæður ráðgjafi og sérfræðingur í fjarskiptum og upplýsingatækni.
Ingvar Bjarnason hefur starfað í fjarskiptum og upplýsingatækni undanfarin 25 ár m.a. hjá Símanum, CCP, Símafélaginu og Nova og tekið þátt í uppbyggingu og rekstri margra stærstu og umfangsmestu fjarskiptaneta og tækniumhverfa hérlendis. Hann er reyndur stjórnandi sem hefur sérhæft sig í upplýsingatæknirekstri og stýrt stórum innlendum sem og fjölþjóðlegum teymum á því sviði.
Ingvar hefur samhliða starfi í fjarskiptageiranum kennt fjarskiptafræði við Háskólann í Reykjavík síðan 2016 og miðlað þar af þekkingu og reynslu á þessu sviði með það að markmiði að auka færni nemenda til þess að ná árangri á síbreytilegum tæknivæddum nútíma atvinnumarkaði.
https://www.linkedin.com/in/ibjarnason/