• Hulda Dóra Styrmisdóttir

Hulda Dóra Styrmisdóttir

Stjórnendaráðgjafi. MBA

Hulda Dóra starfar á mannauðssviði Landspítala. Meðal verkefni hennar þar eru markþjálfun, ráðgjöf og stuðningur fyrir stjórnendur og starfsmenn spítalans. Hún hefur verið fyrirlesari við Opna Háskólann frá árinu 2006, var stundakennari í viðskiptadeild HR frá 2008 og starfaði sem aðjúnkt og forstöðumaður í viðskiptadeild HR 2013-2017 þar sem hún kenndi stjórnun og mannauðsstjórnun í grunnnámi og meistaranámi. Hulda hefur einnig m.a starfað sem  stjórnendaráðgjafi og stjórnarmaður, sem skrifstofustjóri á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar á miklum breytingatímum eftir hrun og sem framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka í byrjun aldarinnar.

Hulda er með MBA-gráðu frá INSEAD, viðskiptaháskólanum í Frakklandi (1992) og  BA í hagfræði frá Brandeis University, Bandaríkjunum. Þá lauk Hulda einnig diplóma í breytingastjórnun og vinnusálfræði frá INSEAD 2006 og lýkur sumarið 2019 diplómanámi í sálgæslu frá Endurmenntun Háskóla Íslands.