• Forstöðumaður Advania

Hrafnhildur Sif Sverrisdóttir

Forstöðumaður veflausna hjá Advania

Hrafnhildur Sif Sverrisdóttir starfar sem forstöðumaður veflausna hjá Advania og forverum fyrirtækisins í tæp 14 ár og gengdi síðast starfi deildarstjóra viðmótslausna og hönnunar á veflausnasviði. Áður starfaði Hrafnhildur Sif sem verkefnastjóri hjá Árvakri, D3 og þar á undan sem kortagerðasérfræðingur hjá Landmati og verkfræðistofunni Hnit.
Hrafnhildur hefur lokið meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og í landakortagerð frá þýska tækniháskólanum í Karlsruhe. Í starfi sínu hefur hún unnið að viðmótsgreiningum, verkefnastjórnun og tekið þátt í hönnunarsprettum.