Hlynur Stefánsson

Lektor í rekstrarverkfræði við tækni og verkfræðideild

Hlynur er með MSc-gráðu í verkfræði frá Technical University of Denmark og PhD gráðu í verkfræði frá Imperial College London. 

Sérsvið hans eru ákvarðanatökuaðferðir og hagnýting aðgerðarannsókna og reiknilíkana við greiningu og úrlausn flókinna verkefna. Ásamt því að stunda fræðilegar rannsóknir hefur Hlynur unnið náið með íslenskum og erlendum fyrirtækjum og komið að verkefnum á sviði vörustjórnunar, áætlunargerðar, áhættustýringar, orkumála, samgangna, iðnaðar og sjálfbærni.