Hlynur Þór Björnsson

Framkvæmdastjóri Bálkar Miðlunar og stjórnarformaður Rafmyntaráðs

Hlynur Þór Björnsson hefur starfað á fjármálamarkaði við áhættu- og eignastýringu undanfarin 15 ár, meðal annars sem Deildarstjóri Fjárhagsáhættu Valitor hf, Forstöðumaður Áhættueftirlits Gildis lífeyrissjóðs og fyrir það sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Arion banka og fjárstýringu Landsbankans.

Hlynur vann M.Sc. verkefni í Iðnaðarverkfræði (HÍ 2005) fyrir Brim, HB Granda og Eimskip: Flutninga- & geymslustýring á lausfrystum sjávarafurðum, þar sem hitasveiflur voru lágmarkaðar frá vinnslu til markaðar.

Hlynur stofnaði fyrsta rafmyntafyrirtækið á Íslandi árið 2014, Skiptimynt ehf, sem rekur skiptimarkaðinn ISX.is. Hlynur stofnaði einnig Rafmyntaráð Íslands og er stjórnarformaður samtakanna.