Hjördís Halldórsdóttir

hrl., LL.M.

Hjördís er hæstaréttarlögmaður með LL.M. gráðu í lögum og upplýsingatækni frá Stokkhólmsháskóla. Hjördís hefur lengi verið einn af leiðandi lögmönnum á Íslandi á sviði upplýsingatækni og hugverkaréttar, og hefur starfað sem lögmaður að verkefnum á sviði persónuverndar allt frá árinu 1999. Önnur af tveimur LL.M. ritgerðum hennar við Stokkhólmsháskóla var á sviði persónuverndar og þá hefur hún haldið fjölda fyrirlestra um ýmis álitaefni á því sviði. Meðal birtra greina hennar er „Tjáningarfrelsi og einkalífsvernd“ sem birtist í afmælisriti Persónuverndar, árið 2007. Önnur sérsvið hennar eru kröfuréttur, þ.m.t. eins og hann varðar fjármálaþjónustu, málflutningur, verktakaréttur, opinber innkaup, og orkulöggjöf. Hjördís er einn af eigendum LOGOS, og hefur starfað þar frá árinu 2000, en var áður hjá forvera LOGOS, A&P lögmönnum, árið 1999.